Meistaraflokkur karla

Stefán Tómas og Þórarinn til liðs við Þrótt.

Stefán Tómas Þórarinsson og bróðir hans Þórarinn Þórarinsson hafa gengið til liðs við Þrótt.

Bræðurnir eru uppaldir í FH og hafa báðir spilað upp alla yngri flokka þar með góðum árangri og unnið til fjölda verðlauna.

Stefán Tómas sem er rétthent skytta er 23 ára gamall og Þórarinn sem er mjög sterkur varnarmaður verður 21 á þessu ári.

Við bjóðum þá bræður hjartanlega velkomna í Þrótt.

Lifi Þróttur.