Meistaraflokkur karla

Milan Zegerac til liðs við Þrótt í handboltanum

Þróttur hefur náð samkomulagi við Milan Zegerac um að hann leiki með liðinu út þetta keppnistímabil.  Milan, sem kemur frá serbneska félaginu RK Spartak Vojput, mun spila sinn fyrsta leik með Þrótti gegn Selfossi n.k. fimmtudag í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarsins.   Hann er hávaxinn vinstri handar leikmaður sem Þróttur bindur miklar vonir við að styrki liðið í komandi baráttu um sæti í Olís deildinni að ári.

Við bjóðum Milan Zegerac velkominn í Þrótt,  Milan, dobrodošli u Trottur, Lifi Þróttur !