Handbolti

KR-ingar koðnuðu gegn vængbrotnu liði Þróttar.

Okkar menn mættu einbeittir til leiks gegn KR í gær og lönduðu 25-21 sigri en KR er að berjast um sæti í úrslitakeppni um sæti í Olís-deild karla.

Það er ekki hægt að segja annað en að lið Þróttar hafi verið án lykilmanna því í hópinn vantaði þá Leif Óskarsson, Úlf Kjartansson, Loga Ágústsson og Fannar Geirsson en allir eru þeir meiddir.

Strákarnir þjöppuðu sér hinsvegar saman og margir leikmenn brugðu sér í nýjar stöður sem þeir leystu allir með þvílíkum sóma. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Þrótti en með sigrinum fara okkar menn upp í 7. sæti deildarinnar, upp fyrir Míluna og sitja því fyrir ofan Míluna og ÍH með 9 stig.

Markahæstur í gær var okkar uppaldni Hörður Sævar Óskarsson sem lék sem skytta í gær og svaraði kallinu með 10 mörkum.

Næsti leikur er gegn Fjölni, föstudaginn 27. mars kl. 19.30 í Höllinni.

LIFI ÞRÓTTUR!