Þróttur kominn á Snapchat.

Knattspyrnufélagið Þróttur heldur áfram að vera meðal sterkustu félaga á Íslandi á samskiptamiðlunum en það er okkur sönn ánægja að tilkynna að okkar ástkæra félag er mætt á Snapchat.

Hugmyndin er að prufukeyra þetta í sumar í kringum leiki meistaraflokks karla og kvenna í fótboltanum.

Leikmenn munu „snappa“ af undirbúningi fyrir leiki og vonandi munu allir hafa gaman af.

„Followið“ Throtturrvk á Snapchat til að fá stemminguna í kringum leiki, beint í æð.