Heimaleikir

Árskort á Eimskipsvöllinn komin í sölu!

Árskort á Eimskipsvöllinn eru nú komin í sölu og gilda þau á alla heimaleiki meistaraflokka karla og kvenna í sumar, 20 leiki.  Árskortið kostar aðeins kr. 15.000 og hægt er að panta kort með því að senda tölvupóst á framkvæmdastjóra, otthar@trottur.is en kortin verða afhent á milli kl. 12-14 fyrir fyrsta heimaleik sumarsins sem er Þróttur – Fjölnir í Inkassodeild kvenna, n.k. fimmtudag kl. 14:00.

Hvetjum Þróttara til að kaupa árskortið og sækja tímanlega á fimmtudaginn, við búumst við frábæru fótboltasumri, Lifi…..!!!