Þróttur – Njarðvík 5. maí kl 14.00

Allir að mæta á Eimskipsvöllinn á sunnudag 5. maí kl 14.00 og styðja strákana okkar í fyrsta leik í Inkassodeildinni 2019 þegar við tökum á móti Njarðvík. Mæta vel fyrir leik og hita upp í tjaldinu. Þar verður: kl. 13.10 Dóri Gylfa tekur lagið. kl. 13.25 Þórhallur fer yfir liðið, leikinn og lífið. Sjóðandi heit rif og vængir og ískaldir drykkir. Þróttarabúðin opin. Inkasso sumarið er byrjar kl. 13.00 á sunnudag.

#