Knattspyrna

4.fl kk – Foreldrafundur

Kæru foreldrar / forráðamenn.

Minnum á (ofur hressan) foreldrafund í kvöld, þriðjudag, kl.18:30 í stóra salnum.

Kannski ekki skemmtilegasti tími í heimi en vona að sem flestir komist.

Ætla ekki að lofa „live facebook“ útsendingu, en það væri samt ansi töff 

🙂

Við rúllum yfir starfið í flokknum, BUR verður væntanlega með smá innlegg, sem og aðili frá Rey Cup.

Sjáumst hress í kvöld.
Kv. Þjálfarar

p.s. æfing á venjulegum tíma hjá strákunum.

————-

„Adrían og Fjalar Hrafn í æfingahóp U15 fyrir landleiki gegn Færeyjum

Dean Martin þjálfari U15 landsliðs drengja hefur valið Þróttarana Adrían Baarregaard Valencia og Fjalar Hrafn Þórisson í 32 manna æfingahóp fyrir æfingaleiki sem framundan eru gegn Færeyjum.  Æfingarnar fara fram dagana 20-22 október n.k. og í framhaldinu verður liðið valið sem leikur tvo vináttuleiki gegn Færeyjum 27 og 29 október.  Við óskum piltunum góðs gengis í komandi verkefnum og vitum að þeir verða hjarta Reykjavíkur til sóma.   Lifi Ísland og Lifi Þróttur.