Knattspyrna

Leikmenn Þróttar í hæfileikamótun KSÍ

Þorlákur Árnason yfirþjálfari hæfileikamótunar KSÍ hefur valið 8 leikmenn Þróttar til þátttöku í hæfileikamótun 27. og 28.mars n.k.  Verkefnið er fyrir leikmenn fædda 2004 og 2005 og voru 6 drengir og 2 stúlkur frá Þrótti valin að þessu sinni.  Drengirnir sem valdir hafa verið eru Birgir Halldórsson, Brynjar Gautur Harðarson, Daníel Karl Þrastarson, Hinrik Harðarson, Hlynur Þórhallsson og Kári Kristjánsson.  Stúlkurnar eru Auður Ísold Þórisdóttir og Elín Helga Finnsdóttir.  Við óskum öllum þessu efnilegu Þrótturum til hamingju með valið, þau verða okkur til sóma og eru framtíðarleikmenn félagsins.  Lifi…. Þróttur!

Baldur Hannes í U16 ára landsliðshóp

Baldur Hannes Stefánsson hefur verið valinn í landsliðshóp U16 ára sem tekur þátt í móti í Litháen dagana 2. – 7. apríl n.k. en Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari tilkynnti 18 manna leikmannahóp í morgun.  Þetta er fyrsta landsliðsverkefni Baldurs,  sem fæddur er árið 2002,  á erlendri grundu en hann hefur áður verið valinn í úrtaksæfingar þessa hóps nokkrum sinnum.  Liðið mun leika gegn Eistlandi, Litháen og Búlgaríu en leikið verður í Gargzdal í Litháen.  Við óskum Baldri Hannesi til hamingju með valið og vitum að hann verður félaginu og Íslandi til sóma.  Lifi….. Þróttur!