Knattspyrna

Íþróttaskóli barna haustið 2017

Knattspyrnufélagið Þróttur mun starfrækja íþróttaskóla barna í haust sem ætlaður eru börnum á
aldrinum 1-4 ára. Stefnt er að því að hafa fjölbreytta dagskrá til þess að efla skyn – og hreyfiþroska
barna ásamt því að hafa gaman og læra að umgangast aðra.


Íþróttaskólinn verður í íþróttasal Langholtsskóla og hefst hausttímabilið laugardaginn 23.september og
stendur til 2.desember, eða í 11 skipti. Hópnum verður skipt í tvennt:
Börn fædd 2015-2016 kl. 10:00 – 11:00
Börn fædd 2013 – 2014 kl. 11:00 – 12:00


Skráning er hafin í íþróttaskólann og fer hún fram á skráningarsíðu Þróttar,
https://trottur.felog.is þar
sem jafnframt er hægt að ganga frá greiðslu.
Lesa meira

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík

Valinn hefur verið hópur leikmanna af höfuðborgarsvæðinu fædda á árinu 2003 og 2004 til æfinga laugardaginn 23.september og sunnudaginn 24.september.

Frá Þrótti voru valin

Þróttur 2003 drengir

Egill Helgason,Fjalar Hrafn Þórisson,Adrian Baarregaard Valenica

Þróttur 2004 drengir

Brynjar Gautur Harðarson,Kári Kristjánsson,Hinrik Harðarson

Þróttur 2003 stúlkur

Þórey Kjartansdóttir,Tinna Dögg Þórðardóttir,Jelena Tinna Kujundzic,Andrea Rut Bjarnadóttir

Gangi ykkur vel.

Lifi Þróttur

Uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar 2017 Sunnudaginn 17. september

Á uppskeruhátíðinni verður boðið upp á pylsur, skemmtiatriði og fótboltafjör á gervigrasinu. Ekki verða veitt verðlaun til einstaklinga heldur lögð áhersla á að fagna góðu tímabili og þakka frábærum iðkendum fyrir sitt framlag á árinu.

Dagskrá:
13:00 – 6., 7., og 8.flokkur
14:30 – 3., 4. og 5.flokkur
Sjáumst hress og kát í dalnum og skemmtum okkur saman og njótum þess að vera Þróttarar

LIFI ÞRÓTTUR.