Knattspyrna

Bestu, efnilegustu og markahæstu leikmenn meistaraflokka Þróttar tímabilið 2018

Lokahóf knattspyrnudeildar Þróttar fór fram laugardagskvöldið 22. september. Þar voru meðal annars verðlaunaðir bestu og efnilegustu leikmenn félagsins í meistaraflokki fyrir tímabilið 2018, samkvæmt vali leikmanna. Einnig voru veittar viðurkenningar til markahæstu og leikjahæstu leikmanna.

KONURNAR: GABRÍEL BEST, ANDREA EFNILEGUST
Besti leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu árið 2018 var Gabriela Maria Mencotti, efnilegust þótti Andrea Rut Bjarnadóttir og markahæst reyndist vera fyrrnefnd Gabriela Maria. Gabríela Jónsdóttir var síðan heiðruð fyrir að hafa leikið 200 leiki með meistaraflokki Þróttar.

KARLARNIR: VIKTOR BESTUR, BALDUR EFNILEGASTUR
Besti leikmaður meistaraflokks karla var Viktor Jónsson, en efnilegastur þótti Baldur Hannes Stefánsson. Markahæstur var hins vegar Viktor Jónsson með 22 mörk í 21 leik. Oddur Björnsson og Rafn Andri Haraldsson fengu svo báðir viðurkenningu fyrir að leikið 200 leiki með meistaraflokki Þróttar og Daði Bergsson fékk viðurkenningu fyrir 100 leiki.

 

 

 

 

 

  

Árgangamót Þróttar: Skráning

Hið árlega árgangamót Þróttar verður haldið laugardaginn 6. október. Vekjum sérstaka athygli á því að nú er mótið skipulagt fyrir bæði stelpur og stráka. Spilað verður í 5-6 manna liðum í 4 riðlum. Hver leikur er 15 min, frjálsar skiptingar. Endum mótið á einvígi blandaðra liða sigurvegara í deildum kk og kvk, Landslið vs Pressulið. Þátttökugjald verður hóflegt, veitingar í tjaldinu á viðráðanlegu verði og félagsskapur af dýrari gerðinni. Takið daginn frá og fjölmennum á glæsilegt árgangamót. Vekjum athygli á að allir leikmenn þurfa að skrá sig, það er ekki nóg að einn skrái sig sem fulltrúi liðs. Skráningu líkur á hádegi föstudaginn 5. október. Skráning Hér

Sóley María valin í U19 landsliðið

Sóley María Steinarsdóttir hefur verið valin í leikmannahóp U19 ára landsliðsins sem leikur í undankeppni EM í Armeníu 29. september – 9. október n.k.

Sóley María á þegar að baki 7 landsleiki með U19 ára landsliðinu og 11 landsleiki með U17 ára liðinu auk þess að vera einn af lykilmönnum meistaraflokksins hjá Þrótti undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur en hún er fædd árið 2000.   Við óskum Sóleyju Maríu góðs gengis í komandi verkefnum.

Lifi……!!