VÍS-MÓTIÐ 2019

Fótboltahátíð VÍS og Þróttar

Haldin í Laugardalnum 25. – 26. maí 2019

Knattspyrnufélagið Þróttur í samstarfi við VÍS, Vátryggingafélag Íslands heldur knattspyrnuhátíð fyrir yngstu iðkendurna, drengi og stúlkur í 6., 7., og 8. flokki dagana 25.- 26. maí í Laugardalnum, þar sem allar aðstæður eru hinar bestu.

Nýjustu fréttir af mótinu er hægt að nálgast á Facebook síðu VÍS-mótsins https://www.facebook.com/VISmotid/

Þróttur á toppnum í Inkassodeild kvenna!

Augna­blik og Þrótt­ur eru með fullt hús stiga í 1. deild kvenna í knatt­spyrnu, In­kasso-deild­inni, eft­ir sigra í dag. Lauren Wade reynd­ist hetja Þrótt­ara gegn Hauk­um í Hafnar­f­irði þar sem hún skoraði sig­ur­mark leiks­ins á 88. mín­útu í 2:1-sigri Þrótt­ara. Linda Líf Boama kom Þrótti yfir á 13. mín­útu en Sæ­unn Björns­dótt­ir jafnaði met­in á 35. mín­útu. Þrótt­ar­ar eru með sex stig á toppi deild­ar­inn­ar en Hauk­ar eru án stiga í ní­unda sæti deild­ar­inn­ar.