Knattspyrna

Arnaldur og Hinrik í æfingahóp vegna U15 ára landsliðs Íslands.

Lúðvík Gunnarsson þjálfari U15 landsliðsins hefur valið hóp leikmanna sem taka þátt í úrtaksæfingum KSÍ fyrir U15 ára landslið Íslands á Akranesi dagana 25-27 janúar. tveir Þróttarar eru í hópnum, en það eru þeir Arnaldur Ásgeir Einarsson og Hinrik Harðarson,  Við óskum þeim félögum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis,

Lifi……..!

Baldur Hannes valinn í U17 landsliðið

Baldur Hannes Stefánsson hefur verið valinn í U17 landsliðið sem tekur þátt í Development Cup sem fram fer í Minsk í Hvíta Rússlandi dagana 19. – 28. janúar n.k.

Baldur Hannes er í hópi 20 leikmanna sem þjálfari liðsins, Davíð Snorri Jónasson, valdi í verkefnið en í riðli Íslands leika Georgía,Moldóva og Ísrael.  Fyrsti leikur Íslands í mótinu er gegn Georgíu sunnudaginn 20.janúar.

Við óskum Baldri til hamingju með sætið í landsliðinu og liðinu góðs gengis í komandi leikjum.   Lifi….!