2. flokkur karla

Sveinn Óli æfði hjá Burton

Sveinn Óli Guðnason, aðalmarkmaður 2.flokks hjá Þrótti og einn af varamarkvörðum meistaraflokks, fór nýverið til æfinga hjá Burton Albion FC Academy í Englandi en markvarðaþjálfari Þróttar, Jamie Brassington, setti sig í samband við félagið sem bauð Sveini að koma til æfinga.

Burton rekur öflugt afreksstarf fyrir unga leikmenn og æfði Sveinn með liðinu í nokkra daga við frábærar aðstæður á æfingasvæði ensku landsliðana á St. George Park í Burton en að sögn Jamie stóð Sveinn sig vel á æfingunum.

Ljóst er að æfingaferð sem þessi skilar miklu i reynslubanka leikmannsins auk þess að opna aukna möguleika á enn frekara samstarfi við þjálfun yngri leikmanna félagsins.

Álfhildur og Gústav best í 2. flokki — Jelena og Oliver efnilegust

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (2000) var valin besti leikmaður 2. flokks kvenna í knattspyrnu á dögunum, en Jelena Tinna Kujundzic (2003) sú efnilegasta. Hvað snertir 2. flokk karla þótti Gústav Kári Óskarsson (1999) bestur, en Oliver Heiðarsson (2001) efnilegastur.

Á meðfylgjandi hópmynd má jafnframt sjá nokkra fulltrúa úr 2. flokki karla, sem nú kveðja yngri flokkana og ganga upp í meistaraflokk. Frá vinstri til hægri eru Aron Dagur Heiðarsson, Oliver Darrason, Gústav Kári, Þorgeir Bragi Leifsson, Valgeir Einarsson og Bragi Friðriksson. Margir þessara piltar af 99-árgerðinni eru nú þegar komnir með allnokkra leiki í meistaraflokki. Framtíðin er björt.

(Beðist er velvirðingar á slökum myndgæðum strákamegin.)

Baldur Hannes valinn í U17 landsliðið

Baldur Hannes Stefánsson hefur verið valinn í U17 landsliðið sem tekur þátt í undankeppni EM sem fram fer í Bosníu dagana 7 – 17 október n.k.

Baldur Hannes er í hópi 18 leikmanna sem þjálfari liðsins, Davíð Snorri Jónasson, valdi í verkefnið en í riðli Íslands leika auk heimamanna Gíbraltar og Úkraína.  Fyrsti leikur Íslands í mótinu er gegn Úkraínu miðvikudaginn 10.október.  Við óskum Baldri til hamingju með sætið í landsliðinu og liðinu góðs gengis í komandi leikjum.   Lifi….!

Baldur Stefánsson í úrslit á Norðurlandamótinu

U16 ára landslið karla tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Norðurlandamótsins í knattspyrnu með 2-1 sigri gegn Noregi.  Okkar maður Baldur Stefánsson var í byrjunarliði Íslands í gær og lék allan leikinn í góðum sigri sem tryggði úrslitaleik gegn Finnlandi en sá leikur fer fram á morgun, laugardag.  Frábær árangur og góðar fréttir fyrir Þróttara að Baldur leiki stórt hlutverk í liðinu.  Má geta þess til gaman að bróðir Baldurs, Stefán Þórður, var í leikmannahópi meistaraflokks Þróttar í fyrsta skipti í gærkvöldi i sterkum útisigri gegn HK þannig að þetta var ánægjulegur dagur bræðranna sem og allra okkar Þróttara.    Lifi……!!