Baldur Hannes í úrslitakeppni EM U17

Baldur Hannes Stefánsson hefur verið valinn í leikmannahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í úrslitakeppni EM í Írlandi dagana 1.-19.maí n.k. þar sem Ísland er í riðli með Rússlandi, Portúgal og Ungverjalandi. 

Baldur Hannes á þegar að baki 14 leiki með yngri landsliðum Íslands og var m.a. í leikmannahópnum sem sigraði milliriðilinn sem fram fór í marsmánuði.  Hann hefur verið að festa sig í sessi í meistaraflokki Þróttar og lék allan leikinn gegn Reyni S í Mjólkurbikarnum á dögunum.  Við óskum Baldri til hamingju með landsliðssætið og vitum að hann verður landi og þjóð og ekki síst Þrótti til sóma.  Lifi…..!

Andrea Rut og Baldur Hannes í landsliðsverkefnum

U17 ára landsliðin í knattspyrnu eru í verðugum verkefnum á næstunni en karlaliðið leikur í milliriðli 17.-27. mars í Þýskalandi og kvennaliðið leikur sömuleiðis í milliriðli á Ítalíu 19. – 28. mars.

Þróttur á fulltrúa í báðum þessum liðum en Baldur Hannes Stefánsson og Andrea Rut Bjarnadóttir hafa verið valin til þátttöku í þessum verkefnum af landsliðsþjálfurunum Davíð Snorra Jónassyni og Jörundi Áka Sveinssyni.  Bæði eiga þau þegar landsleiki að baki þrátt yfir ungan aldur en Baldur Hannes hefur komið við sögu í 12 leikjum yngri landsliða og Andrea Rut hefur tekið þátt í 2 landsleikjum.  Við óskum þessum frábæru Þrótturum til hamingju með valið og vitum að þau verða Þrótti sem og landi og þjóð til sóma.  Lifi……