2. flokkur kvenna

Andrea Rut og Jelena Tinna á úrtaksæfingar U16

Jörundur Áki landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi Þróttarana Andreu Rut Bjarnadóttur og Jelenu Tinnu Kujundzic á úrtaksæfingar landsliðsins sem fram fara 9. og 11. mars n.k.  Stelpurnar eru í 27 stúlkna hópi sem valdar voru til æfinga að þessu sinni en æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Jelena hefur áður verið valin í þennan hóp en Andrea Rut er hér valin í fyrsta skipti.  Við óskum þeim til hamingju með valið og vitum að þær verða til sóma.  Lifi Þróttur!

Andrea Rut og Jelena Tinna á úrtaksæfingar U16

Jörundur Áki landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi Þróttarana Andreu Rut Bjarnadóttur og Jelenu Tinnu Kujundzic á úrtaksæfingar landsliðsins sem fram fara 9 -12. febrúar n.k.  Stelpurnar eru í 29 stúlkna hópi sem valdar voru til æfinga að þessu sinni en æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Við óskum þeim til hamingju með valið og vitum að þær verða til sóma.  Lifi Þróttur!

Jelena Tinna skrifar undir samning við Þrótt

Þróttur og Jelena Tinna Kujundzic hafa skrifað undir tveggja ára samning sem þýðir að leikmaðurinn er samingsbundinn Þrótti út keppnistímabilið 2019.  Jelena hefur verið reglulega verið kölluð til æfinga með yngri landsliðum Íslands og var nú síðast boðuð til æfinga með U17 ára landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur,  en hún verður einmitt 15 ára þann 10.janúar n.k.

Með samningnum vill félagið sýna að það hefur mikla trú á að þarna sé á ferð framtíðarleikmaður Þróttar og vonandi landsliðsins.  Þróttur skuldbindur sig m.a. með samningnum til þess að bjóða Jelenu upp á aðstöðu og umgjörð til þess að hún  geti bætt sig enn frekar og fái þá þjálfun sem til þarf.

Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Þróttara þegar ungir leikmenn eru reiðubúnir til þess að sýna félaginu traust með þessum hætti og verður lögð áhersla á að Þróttur standi undir því trausti.  Lifi Þróttur!

 

Sóley María valin í æfingahóp U19 kvenna

Sóley María Steinarsdóttir hefur verið valin í æfingahóp U19 ára landsliðsins sem mun æfa saman dagana 5.-7.janúar n.k. Sóley María hefur þegar leikið 12 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, nú síðast í sigri Íslands gegn Kosóvó með U19 ára liðinu þar sem leikið var í Þýskalandi og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún jafnframt leikið 35 leiki með meistaraflokki Þróttar og skorað í þeim 2 mörk. Við óskum Sóleyju Maríu til hamingju með valið og vitum að hún mun standa undir væntingum og verða til sóma. Lifi Þróttur!!