2. flokkur kvenna

Andrea Rut og Baldur Hannes í landsliðsverkefnum

U17 ára landsliðin í knattspyrnu eru í verðugum verkefnum á næstunni en karlaliðið leikur í milliriðli 17.-27. mars í Þýskalandi og kvennaliðið leikur sömuleiðis í milliriðli á Ítalíu 19. – 28. mars.

Þróttur á fulltrúa í báðum þessum liðum en Baldur Hannes Stefánsson og Andrea Rut Bjarnadóttir hafa verið valin til þátttöku í þessum verkefnum af landsliðsþjálfurunum Davíð Snorra Jónassyni og Jörundi Áka Sveinssyni.  Bæði eiga þau þegar landsleiki að baki þrátt yfir ungan aldur en Baldur Hannes hefur komið við sögu í 12 leikjum yngri landsliða og Andrea Rut hefur tekið þátt í 2 landsleikjum.  Við óskum þessum frábæru Þrótturum til hamingju með valið og vitum að þau verða Þrótti sem og landi og þjóð til sóma.  Lifi……

Álfhildur og Gústav best í 2. flokki — Jelena og Oliver efnilegust

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (2000) var valin besti leikmaður 2. flokks kvenna í knattspyrnu á dögunum, en Jelena Tinna Kujundzic (2003) sú efnilegasta. Hvað snertir 2. flokk karla þótti Gústav Kári Óskarsson (1999) bestur, en Oliver Heiðarsson (2001) efnilegastur.

Á meðfylgjandi hópmynd má jafnframt sjá nokkra fulltrúa úr 2. flokki karla, sem nú kveðja yngri flokkana og ganga upp í meistaraflokk. Frá vinstri til hægri eru Aron Dagur Heiðarsson, Oliver Darrason, Gústav Kári, Þorgeir Bragi Leifsson, Valgeir Einarsson og Bragi Friðriksson. Margir þessara piltar af 99-árgerðinni eru nú þegar komnir með allnokkra leiki í meistaraflokki. Framtíðin er björt.

(Beðist er velvirðingar á slökum myndgæðum strákamegin.)