2. flokkur kvenna

Sóley María og Stefanía í sigurliði Íslands

Íslenska U17 ára landslið stúlkna lék í dag gegn Svíum í milliriðli Evrópumótsins í knattspyrnu en leikurinn lauk með sigri Íslands, 1-0 og það var einmitt Þróttarinn Stefanía Ragnarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins á 8.mínútu. Báðir þeir leikmenn Þróttar sem valdir voru í U17 ára landsliði voru í byrjunarliði Íslands en þetta var fyrsti leikur liðsins á mótinu. Íslenska liðið leikur auk Svíþjóðar í riðli með Portúgal og Spáni og fer sigurliðið í riðlinum í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Við óskum stelpunum til hamingju með sigurinn og óskum þeim alls hins besta í leikjunum sem framundan eru. Lifi Þróttur!

Sóley María framlengir samning við Þrótt

Varnarmaðurinn Sóley María Steinarsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við Þrótt og gildir samningur hennar því út tímabilið 2018. Sóley María er fædd árið 2000 og spilaði sinn fyrsta opinbera landsleik með U17  s.l. haust þegar Ísland sigraði Hvíta-Rússland 4-0 í undankeppni EM 2017 og hefur hún verið valin til þátttöku með U17 liði Íslands í vináttuleiki gegn Austurríki núna í mars.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar leikið 15 leiki með meistaraflokki Þróttar og er það mikið gleðiefni fyrir Þróttara að þessi stórefnilegi leikmaður hafi framlengt samning við félagið og taki þátt í baráttu okkar í 1.deildinni í sumar.  Lifi Þróttur!

Sóley og Stefanía með U17 ára landsliði kvenna til Austurríkis

Jörundur Áki Sveinsson þjálfari U17 ára landsliðs kvenna hefur valið hóp leikmanna sem leikur tvo vináttuleiki við Austurríki, 7. og 9 mars næstkomandi, en leikirnir fara fram í Austurríki, í hópinn valdi hann 2 efnilega leikmenn okkar Þróttara, en það eru þær Sóley María Steinarsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir.

Gangi ykkur allt í haginn stelpur

Lifi Þróttur og Lifi Ísland.