3. flokkur karla

Morgunæfingar stúlkna og drengja í 3. og 4. flokki

Morgunæfingar stúlkna og drengja í 3. og 4. flokki hefjast miðvikudaginn 19. apríl kl. 6:30 og eru iðkendur vinsamlegast beðnir um að vera mættir tímanlega, húsið verður opnað 6:15.
Umsjónarþjálfarar æfinganna verða Ingvi Sveinsson og Haraldur Hróðmarsson en aðrir þjálfarar verða m.a. þjálfarar meistaraflokka og fleiri.

Æfingarnar eru skipulagðar næstu tvo miðvikudaga og föstudaga, semsagt 4 æfingar hvert námskeið.

Gjöld vegna námskeiðsins eru kr. 3.500 og þurfa skráðir iðkendur að greiða á fyrstu æfingu, annað hvort með reiðufé eða með korti.

Gert er ráð fyrir að æfing standi yfir frá kl. 6:30-7:30 og að lokinni æfingu fái iðkendur léttan morgunmat hér í Þrótti sem innifalinn er í gjaldinu.

Mjög mikilvægt er að skrá iðkendur til þátttöku tímanlega og eigi síðar en mánudaginn 17.apríl en skráning er á tölvupóstfangið thorir@trottur.is

Morgunæfingar stúlkna og drengja í 3. og 4. flokk

Morgunæfingar stúlkna og drengja í 3. og 4. flokki hefjast miðvikudaginn 19. apríl kl. 6:30 og eru iðkendur vinsamlegast beðnir um að vera mættir tímanlega, húsið verður opnað 6:15.
Umsjónarþjálfarar æfinganna verða Ingvi Sveinsson og Haraldur Hróðmarsson en aðrir þjálfarar verða m.a. þjálfarar meistaraflokka og fleiri.

Æfingarnar eru skipulagðar næstu tvo miðvikudaga og föstudaga, semsagt 4 æfingar hvert námskeið.

Gjöld vegna námskeiðsins eru kr. 3.500 og þurfa skráðir iðkendur að greiða á fyrstu æfingu, annað hvort með reiðufé eða með korti.

Gert er ráð fyrir að æfing standi yfir frá kl. 6:30-7:30 og að lokinni æfingu fái iðkendur léttan morgunmat hér í Þrótti sem innifalinn er í gjaldinu.

Mjög mikilvægt er að skrá iðkendur til þátttöku tímanlega og eigi síðar en mánudaginn 17.apríl en skráning er á tölvupóstfangið thorir@trottur.is

Vel sótt morgunæfing

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á morgunæfingar fyrir drengi í 3. og 4.flokki tvisvar í viku til prufu og var fyrsta æfingin haldin í morgun og hófst kl. 06:30.

Mætingin var vægast sagt mjög góð, um 35 strákar mættu, tóku æfingu til kl. 7.30 þar sem 5 þjálfarar stjórnuðu æfingunum og fengu síðan morgunmat í Þróttarheimilinu.   Fyrsta námskeiðið verður í tvær vikur, þ.e. 4 æfingar, og ef vel tekst til verður bætt við æfingum hjá stúlkunum í sömu aldursflokkum.   Stefnt er því að bjóða upp á morgunæfingar fyrir þessa aldursflokka beggja kynja framvegis en óhætt er að fullyrða að fyrsta æfingin tókst vel og útlit því fyrir að framhald verði á til lengri tíma.

Eiður Orri í æfingahóp U16 ára landsliðs Íslands.

Dean Martin landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs karla hefur valið æfingahóp fyrir æfingar sem fara fram um aðra helgi. Við Þróttarar eigum einn leikmann í hópnum en það er okkar efnilegi markmaður Eiður Orri Elmarsson. Óskum við Eið til hamingju með valið og um leið góðs gengis á æfingunum.

Lifi Ísland og Lifi Þróttur.