4. flokkur karla

Tveir Þróttarar í Reykjavíkurúrvalinu í knattspyrnu

Adrían B Valencia og Egill Helgason úr 4.flokki karla eru í hópi 15 drengja sem valdir hafa verið til að taka þátt fyrir hönd Reykjavíkur í  Norðurlandamóti höfuðborga dagana 28.maí – 2.júní en mótið fer fram í Osló.

Við óskum drengjunum til hamingju með valið og vitum að þeir verða hjarta Reykjavíkur til sóma á erlendri grundu, lifi Þróttur!

Morgunæfingar stúlkna og drengja í 3. og 4. flokki

Morgunæfingar stúlkna og drengja í 3. og 4. flokki hefjast miðvikudaginn 19. apríl kl. 6:30 og eru iðkendur vinsamlegast beðnir um að vera mættir tímanlega, húsið verður opnað 6:15.
Umsjónarþjálfarar æfinganna verða Ingvi Sveinsson og Haraldur Hróðmarsson en aðrir þjálfarar verða m.a. þjálfarar meistaraflokka og fleiri.

Æfingarnar eru skipulagðar næstu tvo miðvikudaga og föstudaga, semsagt 4 æfingar hvert námskeið.

Gjöld vegna námskeiðsins eru kr. 3.500 og þurfa skráðir iðkendur að greiða á fyrstu æfingu, annað hvort með reiðufé eða með korti.

Gert er ráð fyrir að æfing standi yfir frá kl. 6:30-7:30 og að lokinni æfingu fái iðkendur léttan morgunmat hér í Þrótti sem innifalinn er í gjaldinu.

Mjög mikilvægt er að skrá iðkendur til þátttöku tímanlega og eigi síðar en mánudaginn 17.apríl en skráning er á tölvupóstfangið thorir@trottur.is

Morgunæfingar stúlkna og drengja í 3. og 4. flokk

Morgunæfingar stúlkna og drengja í 3. og 4. flokki hefjast miðvikudaginn 19. apríl kl. 6:30 og eru iðkendur vinsamlegast beðnir um að vera mættir tímanlega, húsið verður opnað 6:15.
Umsjónarþjálfarar æfinganna verða Ingvi Sveinsson og Haraldur Hróðmarsson en aðrir þjálfarar verða m.a. þjálfarar meistaraflokka og fleiri.

Æfingarnar eru skipulagðar næstu tvo miðvikudaga og föstudaga, semsagt 4 æfingar hvert námskeið.

Gjöld vegna námskeiðsins eru kr. 3.500 og þurfa skráðir iðkendur að greiða á fyrstu æfingu, annað hvort með reiðufé eða með korti.

Gert er ráð fyrir að æfing standi yfir frá kl. 6:30-7:30 og að lokinni æfingu fái iðkendur léttan morgunmat hér í Þrótti sem innifalinn er í gjaldinu.

Mjög mikilvægt er að skrá iðkendur til þátttöku tímanlega og eigi síðar en mánudaginn 17.apríl en skráning er á tölvupóstfangið thorir@trottur.is

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á höfuðborgarsvæðinu

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka og stelpur á höfuðborgarsvæðinu verður í Kórnum 10.-12. apríl. Æfingarnar eru fyrir drengi og stúlkur fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu, í hópnum eru auðvitað Þróttarar, sem eru eftirtalin.

Drengir fæddir 2003

Egill Helgason,Fjalar Hrafn Þórisson,Adrian Baarregaard Valenica

Drengir fæddir 2004

Albert Elí Vigfússon,Brynjar Gautur Harðarson,Hinrik Harðarson,Kári Kristjánsson,Viktor Steinarsson

Stúlkur fæddar 2003

Þórey Kjartansdóttir,Tinna Dögg Þórðardóttir,Jelena Tinna Kujundzic,Andrea Rut Bjarnadóttir

Dagskrá og nánari upplýsingar má sjá hér: http://www.ksi.is/landslid/nr/14053

Vel sótt morgunæfing

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á morgunæfingar fyrir drengi í 3. og 4.flokki tvisvar í viku til prufu og var fyrsta æfingin haldin í morgun og hófst kl. 06:30.

Mætingin var vægast sagt mjög góð, um 35 strákar mættu, tóku æfingu til kl. 7.30 þar sem 5 þjálfarar stjórnuðu æfingunum og fengu síðan morgunmat í Þróttarheimilinu.   Fyrsta námskeiðið verður í tvær vikur, þ.e. 4 æfingar, og ef vel tekst til verður bætt við æfingum hjá stúlkunum í sömu aldursflokkum.   Stefnt er því að bjóða upp á morgunæfingar fyrir þessa aldursflokka beggja kynja framvegis en óhætt er að fullyrða að fyrsta æfingin tókst vel og útlit því fyrir að framhald verði á til lengri tíma.