4. flokkur karla

HM fótboltasumarið er hafið!

Skráning stendur nú yfir á sumaræfingar knattspyrnudeildar Þróttar. Við bjóðum uppá reglulegar æfingar fyrir stráka og stelpur á öllum aldri undir handleiðslu topp þjálfara auk þátttöku í fjölda skemmtilegra móta víða um land. Það verður sannkallað HM fjör hjá Þrótti í allt sumar og nú er rétti tíminn til að skrá sig til leiks!

Skráning iðkenda og upplýsingar um æfingagjöld má nálgast hér: https://www.trottur.is/aefingagjold/ 

Upplýsingar um æfingatíma og skiptingu í flokka má nálgast hér: https://www.trottur.is/um-thrott/aefingatoflur/

Allir nýjir iðkendur eru velkomnir á 1-2 prufuæfingar án endurgjalds og í sumar verða knattspyrnuæfingar ókeypis fyrir stúlkur fæddar 2012-2015 (8 flokkur kvk).

Allar nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri Þróttar, Þórir Hákonarson, thorir@trottur.is

Allir með í HM fjörið hjá Þrótti!

Meiðsla- og ástandsskimun yngri flokka 2017/2018 – Knattspyrnudeild Þróttar

Knattspyrnudeild Þróttar í samráði við Valgeir Einarsson sjúkraþjálfara mun standa fyrir meiðsla – og ástandsskimun leikmanna yngri flokkar Þróttar (2, 3 og 4 flokkur) í Þróttarheimilinu dagana 27.-29. desember n.k.Skimun yngri flokka fór í fyrsta sinn fram fyrir ári síðan í desember 2016. Þátttaka í fyrra var góð og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á sams konar skimun á ný.

Lesa meira

4.fl kk – Foreldrafundur

Kæru foreldrar / forráðamenn.

Minnum á (ofur hressan) foreldrafund í kvöld, þriðjudag, kl.18:30 í stóra salnum.

Kannski ekki skemmtilegasti tími í heimi en vona að sem flestir komist.

Ætla ekki að lofa „live facebook“ útsendingu, en það væri samt ansi töff 

🙂

Við rúllum yfir starfið í flokknum, BUR verður væntanlega með smá innlegg, sem og aðili frá Rey Cup.

Sjáumst hress í kvöld.
Kv. Þjálfarar

p.s. æfing á venjulegum tíma hjá strákunum.

————-

4.fl kk – Vikan 2. – 8.október

Sæl öll.
Fyrri hluti vikunnar (2.-8.okt) lítur svona út hjá okkur:
– Mán – Æfing – 17:00 – 18:15 – Gervigrasið – Allir.
– Þrið -Æfing – 17:00 – 18:15 – Gervigrasið – Allir.
– Fim – Æfing – 17:00 – 18:15 – Gervigrasið – Allir.
– Fim – Leikmannafundur – 18:15 – 18:45 – Stóri salur – Allir.
Við eigum allan völlinn á mánudögum út október. Hálfan völl þrið og fim (gæti orðið pínu þröngt) en síðan erum við að skoða hvort við náum ekki að tvískipta hópnum næsta laugardag.
Heyrumst betur,
Þjálfarar
 
– – – – – – –

Hlaupaæfing – Laugardag (30.sept).

Hæ hæ.

Stefnum á að nota þessa síðu líka (ásamt facebook síðunni). Endilega smella henni beint inn í „favourites“/“bookmarks“.

Alls 51 leikmaður er búinn að mæta á æfingar í vikunni, held örugglega að nokkrir bætist svo við 🙂

Þið munið að kíkja inn á https://innskraning.island.is/?id=trottur.felog.is til að klára skráningu fyrir haustönnina.

Við ætlum að enda vikuna og kveðja september mánuð með smá hlaupaæfingu á laugardaginn. Best er að mæta í hlaupaskóm eða álíka íþróttaskóm þar sem við munum hlaupa og púla í dalnum. Við hittumst byrjum og endum niður á gervigrasi:

– Laug 30.sept – Hlaupaæfing – kl.11:00 – 12:00 – Allir – Mæting á gervigrasið.  

Veit af nokkrum á yngra ári að keppa í grunnskólamótinu upp í Egilshöll, gangi ykkur vel þar.

Síðan má segja að tímabilið hefjist fyrir alvöru næsta mánudag. Við tökum léttan fund með strákunum í næstu viku, síðan fljótlega með foreldrum.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.

Kv. Þjálfarar

———–