4. flokkur karla

4.fl kk – Foreldrafundur

Kæru foreldrar / forráðamenn.

Minnum á (ofur hressan) foreldrafund í kvöld, þriðjudag, kl.18:30 í stóra salnum.

Kannski ekki skemmtilegasti tími í heimi en vona að sem flestir komist.

Ætla ekki að lofa „live facebook“ útsendingu, en það væri samt ansi töff 

🙂

Við rúllum yfir starfið í flokknum, BUR verður væntanlega með smá innlegg, sem og aðili frá Rey Cup.

Sjáumst hress í kvöld.
Kv. Þjálfarar

p.s. æfing á venjulegum tíma hjá strákunum.

————-

4.fl kk – Vikan 2. – 8.október

Sæl öll.
Fyrri hluti vikunnar (2.-8.okt) lítur svona út hjá okkur:
– Mán – Æfing – 17:00 – 18:15 – Gervigrasið – Allir.
– Þrið -Æfing – 17:00 – 18:15 – Gervigrasið – Allir.
– Fim – Æfing – 17:00 – 18:15 – Gervigrasið – Allir.
– Fim – Leikmannafundur – 18:15 – 18:45 – Stóri salur – Allir.
Við eigum allan völlinn á mánudögum út október. Hálfan völl þrið og fim (gæti orðið pínu þröngt) en síðan erum við að skoða hvort við náum ekki að tvískipta hópnum næsta laugardag.
Heyrumst betur,
Þjálfarar
 
– – – – – – –

Hlaupaæfing – Laugardag (30.sept).

Hæ hæ.

Stefnum á að nota þessa síðu líka (ásamt facebook síðunni). Endilega smella henni beint inn í „favourites“/“bookmarks“.

Alls 51 leikmaður er búinn að mæta á æfingar í vikunni, held örugglega að nokkrir bætist svo við 🙂

Þið munið að kíkja inn á https://innskraning.island.is/?id=trottur.felog.is til að klára skráningu fyrir haustönnina.

Við ætlum að enda vikuna og kveðja september mánuð með smá hlaupaæfingu á laugardaginn. Best er að mæta í hlaupaskóm eða álíka íþróttaskóm þar sem við munum hlaupa og púla í dalnum. Við hittumst byrjum og endum niður á gervigrasi:

– Laug 30.sept – Hlaupaæfing – kl.11:00 – 12:00 – Allir – Mæting á gervigrasið.  

Veit af nokkrum á yngra ári að keppa í grunnskólamótinu upp í Egilshöll, gangi ykkur vel þar.

Síðan má segja að tímabilið hefjist fyrir alvöru næsta mánudag. Við tökum léttan fund með strákunum í næstu viku, síðan fljótlega með foreldrum.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.

Kv. Þjálfarar

———–

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík

Valinn hefur verið hópur leikmanna af höfuðborgarsvæðinu fædda á árinu 2003 og 2004 til æfinga laugardaginn 23.september og sunnudaginn 24.september.

Frá Þrótti voru valin

Þróttur 2003 drengir

Egill Helgason,Fjalar Hrafn Þórisson,Adrian Baarregaard Valenica

Þróttur 2004 drengir

Brynjar Gautur Harðarson,Kári Kristjánsson,Hinrik Harðarson

Þróttur 2003 stúlkur

Þórey Kjartansdóttir,Tinna Dögg Þórðardóttir,Jelena Tinna Kujundzic,Andrea Rut Bjarnadóttir

Gangi ykkur vel.

Lifi Þróttur