Þakkir til Þróttara frá formanni félagsins

Kæru Þróttarar,  þá er enn einu frábæru ReyCup móti lokið en mótið heitir nú Capelli ReyCup.  Eins og oftast áður gekk mótið vonum framar og ekki að heyra annað en að þátttakendur og aðstandendur þátttöku liðanna  séu mjög ánægðir með hvernig til tókst, bæði innlend og erlend. Svona mót verður ekki til á einum degi, að baki liggur reynsla undanfarinna ára og virk þátttaka fjölmargra sjálfboðaliða sem sumir hafa komið að mótinu mörg undan farin ár.  Mig langar að þakka öllum sem að mótinu komu fyrir frábær störf. Við erum svo rík í Þrótti að eiga svona marga sjálfboðaliða sem taka að sér ólík störf, allt frá því að gista og standa vörð um skólana til dómaranna sem dæma alla leikina. Umfangið í kringum mótið er mikið og því þarf mörg handtök sjálfboðaliða til að allt gangi upp. Til að nefna eitthvað eru fararstjórar með hverju erlendu liði sem kemur á mótið, við sjáum um morgunmat fyrir alla keppendur alla morgna, við stöndum vörð um skólana, við sjáum um veitingasölu, alla dómgæslu o.s.frv. Svona stórt mót er ekki haldið án einhverra annmarka, en heilt yfir eru þeir nánast engir.  Mest er ábyrgðin þó á starfsmönnum Þróttar, stjórn mótsins, Baldri Haraldsyni formanni stjórnar og Hildi Hafstein framkvæmdastjóra mótsins.  Fyrir hönd Þróttar sendi ég þeim, öllum sjálfboðaliðum og Þrótturum mina bestu þakkir fyrir frábært starf undanfarna daga og ekki síður undanfarna mánuði í aðdraganda mótsins.

Hlakka til að sjá sem flesta á 70 ára afmælishátíð félagsins þann 7. sept næstkomandi.

Lifi Þróttur 

Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar.

Capelli Sport Rey Cup í fullum gangi – fótbolti og fjör

Capelli Sport Rey Cup 2019 er í fullum gangi og lýkur á sunnudag með úrslitaleikjum og grillveislu. Sannarlega fótbolti og fjör!

96 lið
11 erlend lið
1350 leikmenn, stelpur og strákar
210 þjálfarar og liðsstjórar
9 vellir
3732 morgunverðarskammtar 
Herdeild sjálfboðaliða
Um 1000 grillaðar samlokur
1500 manna grillveisla,
Hægt er að fylgjast með dagskránni, úrslitum og leikjum inn á heimasíðu mótsins https://www.reycup.is

Þvílík stemmingin, Lifi Þróttur !!