4. fl. kvenna – Framhaldið

Hér koma upplýsingar um næstu daga hjá okkur í 4. flokki kvenna.

1. Æfingin í dag: Þó að það komi tilkynning frá Þrótti um að æfingar falli niður í dag þá verður samt æfing hjá okkur. Ef það er of kalt til að vera úti þá ætla ég að halda töflufund um leikina á sunnudaginn.

2. Leikirnir á sunnudaginn: A liðið spilar kl. 11.00, mæting 10.15, B liðið spilar kl. 12.30, mæting 11.45. Með A liði mæta: Frikka, Álfa, Brynja, María, Sóley, Arngunnur, Alda, Dagbjört, Írena, Hjördís, Hjördís, Stefanía R., Hlín, Sigurbjörg, Þórdís og Rósa. Með B liði mætir yngra árið, þ.e. Lovísa, Jóhanna, Emilía, Embla, Stefanía Svala og Nína. Rósa, Þórdís, Sigurbjörg, Hlín, Frikka, Hjördís og Hjördís eru einnig að fara að spila með B liðinu. Andstæðingarnir eru Grótta/KR og þetta eru leikir í Reykjavíkurmóti.

3. Jólafrí: Þróttur hefur ákveðið að jólafrí verði 13. des. til 6. janúar.

4. Jólakósíkvöld: Ég stefni á að halda jólakósíkvöld í næstu viku, dagsetning kemur síðar. Þá koma allar með lítinn pakka, ásamt einhverju að borða. Frekari upplýsingar koma um leið og ég veit dagsetninguna en ég vildi bara láta vita að þetta væri á döfinni.

Kveðja, Vanda.

4. fl. kvenna – Keflavíkurmót

Kæru foreldrar.

Stelpurnar fóru heim með miða af æfingu í dag með dagskrá mótsins. Eins og fram hefur komið þá eigum við fyrsta leik í Reykjaneshöllinni kl. 8.30 sem þýðir að við verðum að leggja af stað eigi síðar en 7.15. Því er mæting út í Þrótt kl. 7.00 á laugardagsmorguninn – okkur til ánægju og yndisauka :oMótið er svo búið upp úr þrjú. Við spilum 5 leiki, 1 x 23 mín. hver leikur.Við erum með eitt lið. Andstæðingarnir eru: Keflavík, tvö Valslið, Víkingur og Afturelding. Við þurfum 5 bíla til að koma stelpunum á staðinn og væri gott að fá meldingu á vand@hi.is frá þeim sem geta keyrt.

Og svona fyrir skipulagið þá eru síðustu leikirnir á þessu ári sunnudaginn 8. des. á móti Gróttu/KR í Reykjavíkurmóti. A liðið byrjar kl. 11.00 og B liðið kl. 12.30.

Kveðja, Vanda.