4. flokkur kvenna

4. fl. kvenna – Keflavíkurmót

Kæru foreldrar.

Stelpurnar fóru heim með miða af æfingu í dag með dagskrá mótsins. Eins og fram hefur komið þá eigum við fyrsta leik í Reykjaneshöllinni kl. 8.30 sem þýðir að við verðum að leggja af stað eigi síðar en 7.15. Því er mæting út í Þrótt kl. 7.00 á laugardagsmorguninn – okkur til ánægju og yndisauka :oMótið er svo búið upp úr þrjú. Við spilum 5 leiki, 1 x 23 mín. hver leikur.Við erum með eitt lið. Andstæðingarnir eru: Keflavík, tvö Valslið, Víkingur og Afturelding. Við þurfum 5 bíla til að koma stelpunum á staðinn og væri gott að fá meldingu á vand@hi.is frá þeim sem geta keyrt.

Og svona fyrir skipulagið þá eru síðustu leikirnir á þessu ári sunnudaginn 8. des. á móti Gróttu/KR í Reykjavíkurmóti. A liðið byrjar kl. 11.00 og B liðið kl. 12.30.

Kveðja, Vanda.

4. fl. kvenna – Skemmtigarðurinn og leikur á morgun hjá 3. flokki

Ég vil bara minna á Skemmtigarðinn á morgun þriðjudag. Mæting 19.30 eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan. Endilega allar að mæta.

Svo er leikur hjá 3. flokki á morgun kl. 17.30 á Fylkisvelli, mæting 16.30. Eins og þið vitið þurfum við að lána þeim leikmenn og skipti ég þessu á milli þeirra sem hafa áhuga. Á morgun eiga eftirfarandi að mæta: Lovísa, Sóley, Álfa, María, Stefanía R., Írena og Brynja.

Kveðja, Vanda.

4. fl. kvenna – Skemmtigarðurinn

Sæl öll

Á morgun, þriðjudaginn 26. nóvember, er planið að stelpurnar í flokknum hittist og skemmti sér sama utan vallar.

  • Staður og stund: Skemmtigarðurinn Smáralind kl. 19:30 á morgun þriðjudag
  • Verð: 1000 kr. fyrir klukkustund, öll tæki innifalin
  • Fyrirkomulag: Stelpurnar koma sér sjálfar á staðinn og heim aftur

Vonandi hafa allar tök á að mæta og efla vináttuna og liðsandann.

Bestu kveðjur,

foreldraráðið