5. flokkur karla

Knattspyrnunámskeið 5 flokks drengja

Fimm daga námskeið fyrir drengi fædda á árunum 2005-2006 (þ.e. 5.fl)  Námskeiðið er aðeins fyrir hádegi eða frá kl. 09:00-12:00.  Þátttakendur mæta við Þróttarheimilið tímanlega fyrir æfingu og þurfa að taka með sér nesti þar sem hlé verður gert á námskeiðinu kl. 10:30.

Umsjón með námskeiðinu hefur Erlingur Jack

Lámarksfjöldi á hvert námskeið eru 20 iðkendur.

Námskeið í boði

  • Námskeið 1. / 12. – 16. júní
  • Námskeið 2. / 19. – 23. júní
  • Námskeið 3. / 26. júní – 30. júní
  • Námskeið 4. / 3. júlí – 7. júlí
  • Námskeið 5. / 10. júlí – 14. júlí
  • Námskeið 6. / 31.júlí – 4.ágúst

Verð

Námskeiðsgjald er 10.000 kr.

Skráning

Skráning í knattspyrnuskólann fer fram á:

https://innskraning.island.is/?id=trottur.felog.is

Nánari upplýsingar fást á netfanginu thorir@trottur.is   eða í síma 580-5902.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að greiða námskeiðisgjöld með kreditkorti í Nori skráningakerfinu.   Einnig er mögulegt að greiða námskeiðisgjald með millifærslu inn á reikning 0111-26-100295, kt. 470108-1340 og senda kvittun á thorir@trottur.is

Dómaranámskeið knattspyrna

Þróttur leitar nú til áhugasamra foreldra um að kynna sér betur dómgæslu þannig að mögulegt sé að leita til þeirra til að dæma örfáa leiki sumarið 2017, því fleiri sem tilbúnir eru því færri leikir á hvern aðila.

Dómaranámskeið verður haldið í félagsheimili Þróttar þriðjudagskvöldið 13. desember (næsta þriðjudag) kl. 19:30 og lýkur því um kl. 21:30.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hjá undirrituðum fyrir hádegi á þriðjudag.  Engin skuldbinding felst í þátttöku á námskeiðinu og hver og einn getur metið hvort áhugi er fyrir hendi um að dæma nokkra leiki hjá yngri flokkunum á næsta ári.

Ég hvet foreldra og forráðamenn til þess að sýna þessu áhuga og taka þátt í að bæta enn starf félagsins, því eins og áður sagði eru málefni dómgæslunnar mikilvægur hluti af uppeldi og þjálfun í knattspyrnu.

Námskeiðið er ókeypis.

Með fyrirfram þökk fyrir jákvæð viðbrögð,

Dómgæsla yngri flokka í knattspyrnu– mikilvægi foreldra/forráðamanna

Eins og kunnugt er skiptir dómgæsla miklu máli í leikjum yngri flokka sem og annars staðar,  en á síðasta ári voru leiknir á Íslandsmóti um 200 leikir á vallarsvæði Þróttar (auk þessa fjölmargir leikir á Rey Cup og VÍS móti)  þar sem félagið útvegaði dómara.  Oftar en ekki var því miður verið að bjarga dómurum á síðustu stundu í sumum leikjum og er ljóst að við verðum í sameiningu að reyna að vinna betur að málum þannig að skipulag sé á niðurröðun dómara og við útvegum dómara við hæfi til þess að dæma leiki hjá ungum iðkendum.

Lesa meira