Boltaleikir í hálfleik fyrir yngri flokka

Þróttarar ætla að byrja með boltaleiki fyrir yngri flokka í hálfleik á heimaleikjum karla og kvenna í sumar í Inkassodeildinni. Jóhannes Haukur leikari mun sjá um skemmtunina. Hvetjum alla foreldra og aðstandendur til að mæta og hvetja. #fotboltinet#Lifi#LifiÞróttur#hjartaðíReykjavík

VÍS-MÓTIÐ 2019

Fótboltahátíð VÍS og Þróttar

Haldin í Laugardalnum 25. – 26. maí 2019

Knattspyrnufélagið Þróttur í samstarfi við VÍS, Vátryggingafélag Íslands heldur knattspyrnuhátíð fyrir yngstu iðkendurna, drengi og stúlkur í 6., 7., og 8. flokki dagana 25.- 26. maí í Laugardalnum, þar sem allar aðstæður eru hinar bestu.

Nýjustu fréttir af mótinu er hægt að nálgast á Facebook síðu VÍS-mótsins https://www.facebook.com/VISmotid/

Leikjaplan og mynd af mótssvæðinu: https://www.trottur.is/vis-motid/