8. flokkur

Hvatning til að fá fleiri stúlkur til knattspyrnuæfinga á vorönn 2018

Til þess að hvetja til frekar þátttöku stúlkna á knattspyrnuæfingar hjá Þrótti hefur barna – og unglingaráð ákveðið að frítt verði að æfa fyrir allar stúlkur í árgöngum 2012, 2013, 2014 og 2015 (8.flokkur)  fram á sumar.  Æfingar fara fram í íþróttasal MS (Vogaskóli) á laugardögum kl. 12:00 – 13:00 og hafa yfirumsjón með æfingunum þeir Bergþór Leifsson og Funi Sigurðsson.

Við hvetjum foreldra/forráðamenn til þess að nýta þetta tækifæri og skrá stúlkurnar til þátttöku en skráning fer fram á á slóðinni https://innskraning.island.is/?id=trottur.felog.is

Frekari upplýsingar gefur íþróttastjóri Þróttar á póstfanginu thorir@trottur.is

 

Dómgæsla yngri flokka í knattspyrnu– mikilvægi foreldra/forráðamanna

Eins og kunnugt er skiptir dómgæsla miklu máli í leikjum yngri flokka sem og annars staðar,  en á síðasta ári voru leiknir á Íslandsmóti um 200 leikir á vallarsvæði Þróttar (auk þessa fjölmargir leikir á Rey Cup og VÍS móti)  þar sem félagið útvegaði dómara.  Oftar en ekki var því miður verið að bjarga dómurum á síðustu stundu í sumum leikjum og er ljóst að við verðum í sameiningu að reyna að vinna betur að málum þannig að skipulag sé á niðurröðun dómara og við útvegum dómara við hæfi til þess að dæma leiki hjá ungum iðkendum.

Lesa meira

Uppskeruhátíð yngri flokka í knattspyrnu fór fram i síðustu viku

Síðastliðinn föstudag var félagsheimili Þróttar troðfullt af kátum og hamingjusömum krökkum, sem voru að fagna góðu ári og sumri, í stað einstaklingsverðlauna, var áherslan lögð á liðsheildina og frábært starf krakkanna, foreldra og allra þeirra sem að starfinu koma,

Lesa meira

Sumar æfingatafla

Vinsamlegast athugið að ný sumar æfingartafla tekur gildi 8.júní

Frístundarútan hættir að ganga eftir morgundaginn, föstudaginn 27.maí og því verða börnin ekki sótt á frístundaheimili eftir komandi helgi. 

Æfingatafla Þróttar knattspyrna sumar 2016

Lifi Þróttur

Æfingatafla knattspyrnudeildar.

Eftirfarandi er æfingatafla knattspyrnudeildar fyrir haustönn 2015. Um er að ræða yngstu flokkana, 5.-8.fl. Æfingatímar 4.fl og eldri verða birtir um leið og þeir liggja fyrir.

Æfingatafla Knattspyrnudeildar (Haust 2015)

Æfingar hefjast svo samkvæmt æfingatöflu frá og með mánudeginum 14. sept.