8. flokkur

ÞRÓTTMIKLI DAGURINN á laugardaginn (4.maí)

Þróttmikli dagurinn

Þróttmikli dagurinn verður næstkomandi laugardag (4.maí) og hefst  með úthringinum til félagsmanna með þá von fyrir brjósti að hægt sé að stækka hóp velunnara knattspyrnudeildar. Um fjögur leytið hefst svo árgangamót Þróttar og í kölfarið mun fara fram hin árlega leikmannakynning meistaraflokka Þróttar í knattspyrnu. Þar munu þjálfarar liðanna þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Páll Einarsson fara yfir markmið sumarsins sem og leikmenn karla- og kvennaliðsins verða kynntir. Sólmundur Hólm eðal-Þróttari mun frumflytja nýtt stuðningsmannalag. Leikmannakynningin er að hefjast um 20.00 en húsið opið fyrr ef fólk vill koma sér fyrir.

Þróttmikli dagurinn

VÍS-mót Þróttar – Skráning sjálfboðaliða!

VÍS-mótið 2013 banner

Fótboltahátíð VÍS og Þróttar verður haldin í

Laugardalnum 25.–26.maí 2013

Skráning sjálfboðaliða er hafinn og stuðningur foreldra mikilvægur.

 

Ágætu foreldrar og forráðmenn,

 

Nú er undirbúningur fyrir VÍS mót Þróttar er í fullum gangi. Þetta mót er ætlað yngri flokkum félagsins og hefur notið

mikilla vinsælda. VÍS mótið er í raun stærsta fjáröflun Barna- og Unglingaráðs

(BUR) Þróttar. Því er gríðarlega mikilvægt að þið sjáið ykkur fært að leggja okkur lið við þetta þannig að enn eitt stórmót

fyrir yngri flokka fari fram á vegum Þróttar og verði félaginu og aðstandendum þess til sóma.

 

Góður gangur þessa móts skiptir sköpum varðandi rekstur allra flokka, 3.-8.flokks.

 

Skráning sjálboðaliða er á síðunni hér:

https://docs.google.com/forms/d/1hSmeufM5I1WC8Lt1vBtoaGjw3uukybQ4uwyrrnq1Cykviewform

 

Ýmislegt er í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við óskum eftir að sem flest ykkar sjái sér fært um að hjálpa að einhverju leiti.

 

Virðingarfyllst,

Mótstjórn VÍS

 

8. flokkur æfingatímar

Æft verður í vetur á laugardögum í íþróttasal Menntaskólans við Sund.
Stelpur og strákar æfa sitt í hvoru lagi.

Klukkan 10:00 æfa allar stelpur saman og á sama tíma mæta strákar fæddir 2008 og 2009.
Klukkan 11:00 mæta svo strákar fæddir 2007.

Aldrei færri en 10 stelpur hafa mætt að jafnaði á æfingar hjá okkur í haust, hjá strákum fæddum 2008 og 2009 hafa þeir verið um 20 á hverri æfingu.
Allt uppundir 30 strákar fæddir 2007 hafa verið að mæta á hverja æfingu.
Því ætlum við að prófa þessa skiptingu eins og talað er um hér að ofan núna á hópunum.

Bestu kveðjur
Þjálfarar