8. flokkur

Frístundastyrkurinn fyrnist um áramót

ÍTR-LOGO

Á hverju ári veita Reykjavíkurborg og ÍTR börnum og unglingum 6-18 ára, styrk fyrir frístundastarfi svo framarlega sem þau hafi lögheimili í Reykjavík.

Við viljum minna foreldra og forráðamenn á að styrkurinn fyrnist um áramót og því mikilvægt að nýta hann áður en nýtt ár gengur í garð ætli fólk sér að gera það á annað borð.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að nýta sér styrkinn en hann er hægt að nýta til að greiða æfingagjöld.

Styrknum er ráðstafað í gegnum Rafræna Reykjavík.

Jólafrí yngri flokka kn.deildar

Þróttur_Jól

Nú eiga allir yngri flokkar knattspyrnudeildar að vera komnir í jólafrí. Þjálfarar eiga að vera búnir að láta alla foreldra og iðkendur vita.

Starfið hefst svo aftur frá og með mánudeginum 6.janúar.

Gleðilega hátíð.

 

Með Þróttarkveðju,

BUR (Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar)

Jólahappadrætti Þróttar 2013

Þróttur_Jól

Nú ættu flestir iðkendur að vera búnir að fá jólahappadrættismiða til að selja.

Hið árlega jólahappadrætti Þróttar er ein mikilvægasta fjáröflun sem félagið ræðst í á hverju ári. Líkt og áður fer sala fram með þeim hætti að hver iðkandi fær með sér að lágmarki tíu miða sem hann/hún á að selja. Hver miði kostar 1.500 krónur. Hver iðkandi heldur eftir 500 krónum af þeirri upphæð sem sölu­launum en 1.000 krónur af hverjum miða renna til Þróttar.

Í gegnum tíðina hefur happadrættissalan verið kjörin leið til að safna fé fyrir mótakostnaði, æfingagjöldum eða þeim keppnisferðum sem framundan eru næsta sumar. Skila þarf inn peningum fyrir seldum miðum (ath 1.000 kr. af hverjum seldum miða því iðkandinn heldur eftir 500 kr. sem sölulaunum) til þjálfara eða á skrifstofu Þróttar ef mögulegt er 16.-18. desember og þeir sem vilja fleiri miða geta óskað eftir því. Lokaskil eru svo í síðasta lagi 7. janúar.

Dregið verður í happadrættinu þann 10. janúar 2014 og einungis verður dregið úr seldum miðum. Því eru vinningsmöguleikar gríðarlega miklir.

Vinningaskrá og númerin verða birt á www.trottur.is.

Við hvetjum sem flesta iðkendur til að nýta komandi helgi 14.-15. desember til þess að selja miða og ef vel gengur að þá er ekkert mál að sækja fleiri eftir helgi á skrifstofu Þróttar.

 

Með Jóla- og Þróttarkveðju.

 

Minnum á flugeldasölu Þróttar á milli jóla og nýárs við Þróttarheimilið.

Iðkendur og foreldrar í Þrótti fá 10% afslátt gegn framvísun þessa miða.

 

LIFI ÞRÓTTUR!