8. flokkur

HM fótboltasumarið er hafið!

Skráning stendur nú yfir á sumaræfingar knattspyrnudeildar Þróttar. Við bjóðum uppá reglulegar æfingar fyrir stráka og stelpur á öllum aldri undir handleiðslu topp þjálfara auk þátttöku í fjölda skemmtilegra móta víða um land. Það verður sannkallað HM fjör hjá Þrótti í allt sumar og nú er rétti tíminn til að skrá sig til leiks!

Skráning iðkenda og upplýsingar um æfingagjöld má nálgast hér: https://www.trottur.is/aefingagjold/ 

Upplýsingar um æfingatíma og skiptingu í flokka má nálgast hér: https://www.trottur.is/um-thrott/aefingatoflur/

Allir nýjir iðkendur eru velkomnir á 1-2 prufuæfingar án endurgjalds og í sumar verða knattspyrnuæfingar ókeypis fyrir stúlkur fæddar 2012-2015 (8 flokkur kvk).

Allar nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri Þróttar, Þórir Hákonarson, thorir@trottur.is

Allir með í HM fjörið hjá Þrótti!

Frítt fyrir stúlkur í 8 flokki í sumar

Stjórn barna – og unglingaráðs knattspyrnudeildar Þróttar hefur ákveðið að gefa stúlkum sem eru í 8.aldursflokki frítt að æfa hjá félaginu í sumar.

Með því að gefa stúlkum frítt að æfa er ætlunin að hvetja enn frekar ungar stúlkur til þátttöku í knattspyrnu en verulega hefur hallað á fjölda stúlkna gagnvart drengjum í yngri flokkunum.

Við hjá Þrótti hvetjum allar stelpur til að mæta og prufa fótboltaæfingar hjá félaginu. Mikill metnaður er lagður í að blanda saman kennslu og skemmtun, svo iðkendur hafi gaman af og bæti sig um leið á sviði knattspyrnunnar.

 

Hvatning til að fá fleiri stúlkur til knattspyrnuæfinga á vorönn 2018

Til þess að hvetja til frekar þátttöku stúlkna á knattspyrnuæfingar hjá Þrótti hefur barna – og unglingaráð ákveðið að frítt verði að æfa fyrir allar stúlkur í árgöngum 2012, 2013, 2014 og 2015 (8.flokkur)  fram á sumar.  Æfingar fara fram í íþróttasal MS (Vogaskóli) á laugardögum kl. 12:00 – 13:00 og hafa yfirumsjón með æfingunum þeir Bergþór Leifsson og Funi Sigurðsson.

Við hvetjum foreldra/forráðamenn til þess að nýta þetta tækifæri og skrá stúlkurnar til þátttöku en skráning fer fram á á slóðinni https://innskraning.island.is/?id=trottur.felog.is

Frekari upplýsingar gefur íþróttastjóri Þróttar á póstfanginu thorir@trottur.is