Karlar

Hreinn Ingi framlengir við Þrótt

Þróttur og Hreinn Ingi Örnólfsson hafa framlengt núgildandi samning um eitt ár og gildir samningurinn við leikmanninn nú út keppnistímabilið 2019.

Hreinn Ingi var einn af lykilmönnum Þróttar á síðasta tímabili og var m.a. valinn leikmaður Þróttar eftir tímabilið en hann kom til okkar Þróttara frá Víkingi árið 2008, hefur leikið 88 leiki með meistaraflokki Þróttar og skorað í þeim 4 mörk.  Það er gleðiefni að Hreinn hafi framlengt samning sinn við félagið og sýnt Þrótti þar með traust sem við reynum vissulega að standa undir.  Lifi Þróttur!

Meiðsla- og ástandsskimun yngri flokka 2017/2018 – Knattspyrnudeild Þróttar

Knattspyrnudeild Þróttar í samráði við Valgeir Einarsson sjúkraþjálfara mun standa fyrir meiðsla – og ástandsskimun leikmanna yngri flokkar Þróttar (2, 3 og 4 flokkur) í Þróttarheimilinu dagana 27.-29. desember n.k.Skimun yngri flokka fór í fyrsta sinn fram fyrir ári síðan í desember 2016. Þátttaka í fyrra var góð og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á sams konar skimun á ný.

Lesa meira

Þróttur og Karl Brynjar framlengja samning til eins árs

Þróttur og Karl Brynjar Björnsson hafa framlengt samning til eins árs og gildir nýr samningur út keppnistímabilið 2018.   Karl Brynjar lék áður með ÍR en er uppalinn í FH. Hann hefur leikið með Þrótti frá árinu 2012 og á þessu tímabili hefur hann leikið 114 leiki með meistaraflokki Þróttar í deild og bikar og skorað í þeim 9 mörk.  Við Þróttarar fögnum því að Karl Brynjar sem leikið hefur stórt hlutverk í liði okkar í gegnum tíðina hafi ákveðið að taka þátt í baráttunni næsta sumar og framlengt samning.   Lifi Þróttur!

Ungir Þróttarar skrifa undir samninga við knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild Þróttar skrifaði á dögunum undir þriggja ára samninga við þrjá unga leikmenn sem fæddir eru árið 2003.

Adrían Baaregaard Valencia, Egill Helgason og Fjalar Hrafn Þórisson gengu allir frá undirritun samninga en þeir hafa frá unga aldri æft knattspyrnu hjá Þrótti og hafa m.a. verið valdir í Reykjavíkurúrval og til úrtaksæfingar landsliða undanfarið.

Miklar vonir eru bundnar við strákana og með samningnum vill félagið sýna að það hefur mikla trú á að þar séu á ferð framtíðarleikmenn Þróttar og vonandi landsliðsins.  Þróttur skuldbindur sig m.a. með samningnum til þess að bjóða leikmönnunum upp á aðstöðu og umgjörð til þess að þeir  geti bætt sig enn frekar og fái þá þjálfun sem til þarf.

Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Þróttara þegar ungir leikmenn eru reiðubúnir til þess að sýna félaginu traust með þessum hætti og verður lögð áhersla á að Þróttur standi undir því trausti.  Lifi Þróttur!

sjá myndir

Lesa meira

Göngufótbolti í Laugardal – fótbolti fyrir eldri borgara

Föstudaginn 1.desember kl 11:00 verður kynning á Eimskipsvellinum á „Göngufótbolta“ sem er fótbolti ætlaður eldri iðkendum og er hugsaður til að hvetja eldri borgara og aðra til þess að stunda heilbrigða hreyfingu í góðum félagsskap.  Ef næg þátttaka verður í framhaldinu mun Þróttur í samstarfi við Reykjavíkurborg, skipuleggja reglulegar æfingar í vetur í þessari íþrótt sem hefur notið töluverðra vinsælda í Englandi og á Norðurlöndunum.

Viltu taka þátt eða kynna þér málið betur?  Vinsamlegast hafið samband við Ótthar á netfanginu otthar@trottur.is