Karlar

Bestu, efnilegustu og markahæstu leikmenn meistaraflokka Þróttar tímabilið 2018

Lokahóf knattspyrnudeildar Þróttar fór fram laugardagskvöldið 22. september. Þar voru meðal annars verðlaunaðir bestu og efnilegustu leikmenn félagsins í meistaraflokki fyrir tímabilið 2018, samkvæmt vali leikmanna. Einnig voru veittar viðurkenningar til markahæstu og leikjahæstu leikmanna.

KONURNAR: GABRÍEL BEST, ANDREA EFNILEGUST
Besti leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu árið 2018 var Gabriela Maria Mencotti, efnilegust þótti Andrea Rut Bjarnadóttir og markahæst reyndist vera fyrrnefnd Gabriela Maria. Gabríela Jónsdóttir var síðan heiðruð fyrir að hafa leikið 200 leiki með meistaraflokki Þróttar.

KARLARNIR: VIKTOR BESTUR, BALDUR EFNILEGASTUR
Besti leikmaður meistaraflokks karla var Viktor Jónsson, en efnilegastur þótti Baldur Hannes Stefánsson. Markahæstur var hins vegar Viktor Jónsson með 22 mörk í 21 leik. Oddur Björnsson og Rafn Andri Haraldsson fengu svo báðir viðurkenningu fyrir að leikið 200 leiki með meistaraflokki Þróttar og Daði Bergsson fékk viðurkenningu fyrir 100 leiki.

 

 

 

 

 

  

Fjórir Þróttarar valdir í hæfileikamótunarhóp KSÍ

Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar hjá KSÍ og þjálfari U15 landsliðsins hefur valið hóp leikmanna sem taka þátt í hæfileikamótun KSÍ í Kórnum dagana 22-23 september.  Fjórir Þróttarar eru í hópnum, Arnaldur Ásgeir Einarsson, Brynjar Gautur Harðarson, Hinrik Harðarson og Óskar Máni Hermannsson en þeir eru allir fæddir árið 2004 og eru því gjaldgengir í næsta U15 ára lið en æfingahópur þess liðs verður valinn í lok september.  Við óskum piltunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis, vitum að þeir verða til sóma í þessum verkefnum.

Lifi……..!