VÍS-MÓTIÐ 2019

Fótboltahátíð VÍS og Þróttar

Haldin í Laugardalnum 25. – 26. maí 2019

Knattspyrnufélagið Þróttur í samstarfi við VÍS, Vátryggingafélag Íslands heldur knattspyrnuhátíð fyrir yngstu iðkendurna, drengi og stúlkur í 6., 7., og 8. flokki dagana 25.- 26. maí í Laugardalnum, þar sem allar aðstæður eru hinar bestu.

Nýjustu fréttir af mótinu er hægt að nálgast á Facebook síðu VÍS-mótsins https://www.facebook.com/VISmotid/

Tvö lið Þróttar í 5.flokki drengja Reykjavíkurmeistarar

Á dögunum lauk Reykjavíkurmóti yngri flokka og var Þróttur með 9 lið skráð í mótið í 5.flokki drengja.  Strákarnir gerðu vel á mótinu, tvö lið, C og D,  stóðu upp sem sigurvegarar og önnur þrjú lið lentu í 2. sæti í sínum styrkleikaflokki.  Vel gert hjá strákunum og árangur sem gefur vonandi góð fyrirheit um framtíðina.  Á meðfylgjandi myndum eru sigurvegarar C og D liða Þróttar.  Lifi….!    

Dagur Austmann Hilmarsson í raðir Þróttar

Dagur Austmann Hilmarsson hefur gengið til liðs við Þrótt frá Pepsi Max deildar félagi ÍBV. 

Dagur er 21 árs gamall varnar og miðjumaður sem kom við sögu í 18 leikjum ÍBV í Pepsi deildinni árið 2018 og í Evrópuleikjum liðsins en hann á jafnframt að baki 21 landsleik með yngri landsliðunum þar sem hann hefur skorað 2 mörk.

Samningur leikmannsins við Þrótt gildir út keppnistímabilið 2019.

Við bjóðum Dag velkominn í Hjartað í Reykjavík og óskum honum góðs gengis í baráttunni sem framundan er í Inkassodeildinni.  Lifi……!