Konur

Sóley María lék með Íslandi í sigri gegn Póllandi

Sóley María Steinarsdóttir var í byrjunarliði U19 landsliðs Íslands í leik gegn Póllandi í gær þar sem Ísland fór með sigur að hólmi, 1-0.   Lið Íslands leikur nú í milliriðli með Póllandi, Noregi og Grikklandi og fer sigurvegari riðilsins i úrslitakeppni U19 síðar á árinu.  Sóley María sem leikið hefur 39 leiki með meistaraflokki Þróttar þrátt fyrir ungan aldur,  lék allan leikinn með liði Íslands en í byrjunarliðinu var jafnframt annar uppalinn Þróttari, Stefanía Ragnarsdóttir sem nú leikur með Val.   Við óskum stelpunum til hamingju með sigurinn og góðs gengis í milliriðlinum.  Lifi…..!!