Konur

Árgangamót Þróttar 2019

Árgangamót Þróttar 2019 verður haldið laugardaginn 4. maí.

Vekjum sérstaka athygli á að við spilum í 4 riðlum og því er opið fyrir skráningu 20 ára og eldri og bæði kyn.

Þeir sem ætla að taka þátt verða að skrá sig fyrir kl. 18:00 föstudaginn 3. maí hér: https://www.surveymonkey.com/r/ZRGNVL2

Athugið, einstaklingar skrá sig, ekki lið, en leikmönnum verður raðað saman eftir fæðingarári.

Greiða þarf frá þátttökugjöldum fyrir kl. 18:00 föstudaginn 3. maí. Þátttökugjald eru 3.000 kr og leggst inn á reikning 513-26-506328 / kt: 210869-5229 (setja nafn sem skýringu).

Kaldur svaladrykkur + pizza innifalin í þátttökugjaldi. Köttarahátíð í félagsheimilinu síðar um kvöldið (auglýst í vikulok).

Andrea Rut valin í U16 ára landsliðið

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U16 kvenna hefur valið landsliðið sem taka mun þátt í æfingamóti UEFA í Króatíu 6.-12. maí n.k. 

Þróttarinn Andrea Rut Bjarnadóttir hefur verið valin í þann 20 manna hóp sem tekur þátt í mótinu fyrir Íslands hönd.  Andrea sem fædd er 2003 hefur gegnt stóru hlutverki í liði Þróttar undanfarið og lék 16 leiki á síðustu leiktíð í deild og bikar og skoraði í þeim 7 mörk.   Hún er ekki alveg ókunn landsliðshópnum þar sem hún hefur þegar komið við sögu í 5 leikjum hjá U17 ára landsliðinu og lék síðast með því í milliriðlum í marsmánuði. 

Við óskum Andreu Rut til hamingju með valið og vitum að hún verður Þrótti til sóma sem og landi og þjóð í komandi verkefni.  Lifi…..!