Konur

Álfhildur og Gústav best í 2. flokki — Jelena og Oliver efnilegust

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (2000) var valin besti leikmaður 2. flokks kvenna í knattspyrnu á dögunum, en Jelena Tinna Kujundzic (2003) sú efnilegasta. Hvað snertir 2. flokk karla þótti Gústav Kári Óskarsson (1999) bestur, en Oliver Heiðarsson (2001) efnilegastur.

Á meðfylgjandi hópmynd má jafnframt sjá nokkra fulltrúa úr 2. flokki karla, sem nú kveðja yngri flokkana og ganga upp í meistaraflokk. Frá vinstri til hægri eru Aron Dagur Heiðarsson, Oliver Darrason, Gústav Kári, Þorgeir Bragi Leifsson, Valgeir Einarsson og Bragi Friðriksson. Margir þessara piltar af 99-árgerðinni eru nú þegar komnir með allnokkra leiki í meistaraflokki. Framtíðin er björt.

(Beðist er velvirðingar á slökum myndgæðum strákamegin.)

Runólfur Trausti aðalþjálfari 4. og 7.flokks stúlkna

Runólfur Trausti Þórhallsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari 4. og 7. flokks stúlkna hjá Þrótti og hefur þegar hafið störf.

Runólfur er 28 ára gamall og hefur lokið KSÍ II menntun í þjálfun auk þess hann hefur reynslu af þjálfun og umsjón með knattspyrnu -og íþróttaskólum barna undanfarin sumur samhliða því að starfa við íþróttadeild RÚV.

Fljótlega verður boðað til funda með foreldrum iðkenda þessara aldursflokka þar sem gefst tækifæri til þess að kynnast þessum nýja „Þróttara“ betur og hans áherslum.

Við bjóðum Runólf velkominn til starfa í félaginu.

Lifi…….!

Halldór Geir og Tommy framlengja þjálfarasamninga

Halldór Geir Heiðarsson og Tommy Nielsen hafa framlengt samninga sína við Þrótt og verða í þjálfarateymi félagsins næsta tímabilið.  Halldór Geir, sem tekur UEFA A þjálfaragráðu í vetur,  er ráðinn inn í þjálfarateymi meistaraflokks og 2.flokks karla auk þess að vera yfirmaður afreksþjálfunar í 11 manna bolta hjá bæði drengjum og stúlkum.  Tommy Nielsen hefur starfað hjá Þrótti undanfarin ár, er með UEFA A þjálfaragráðu og  er nú ráðinn aðalþjálfari 3 flokks drengja ásamt því að koma að þjálfun 4 flokks og vinna að afreksþjálfun í samstarfi við aðra þjálfara félagsins.

Það er fagnaðarefni að þeir félagar muni starfa áfram innan félagsins og við vonumst að sjálfsögðu eftir áframhaldandi góðu samstarfi.  Lifi…..!

 

Sóley María í byrjunarliði Íslands í góðum sigri

Sóley María Steinarsdóttir var í byrjunarliði U19 landsliðsins og lék allan leikinn í góðum sigri Íslands á Wales, 2-1,  í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer  í Armeníu.  Liðið er í riðli með Wales, Armeníu og Belgíu og er næsti leikur gegn heimastúlkum í Armeníu á föstudaginn.  Þetta var 19 landsleikur Sóleyjar með U17 og U19 og ef að lýkur lætur mun hún leika tuttugasta landsleik sinn n.k.föstudag þegar stelpurnar taka á móti heimastúlkum í Armeníu.  Við óskum stelpunum góðs gengis í komandi leikjum.  Lifi…..!