Konur

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík

Valinn hefur verið hópur leikmanna af höfuðborgarsvæðinu fædda á árinu 2003 og 2004 til æfinga laugardaginn 23.september og sunnudaginn 24.september.

Frá Þrótti voru valin

Þróttur 2003 drengir

Egill Helgason,Fjalar Hrafn Þórisson,Adrian Baarregaard Valenica

Þróttur 2004 drengir

Brynjar Gautur Harðarson,Kári Kristjánsson,Hinrik Harðarson

Þróttur 2003 stúlkur

Þórey Kjartansdóttir,Tinna Dögg Þórðardóttir,Jelena Tinna Kujundzic,Andrea Rut Bjarnadóttir

Gangi ykkur vel.

Lifi Þróttur

U19 ára landslið Íslands valið.

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna valdi á dögunum hópinn sem mun taka þátt í undankeppni Evrópumótsins sem leikinn verður í Þýskalandi 10.-19. september næstkomandi.

Í hópnum er okkar efnilega Sóley María Steinarsdóttir. Við Þróttarar óskum Sóley Maríu til hamingju með valið og góðs gengis í Þýskalandi.

Lifi Ísland og Lifi Þróttur

Skemmtilegum og vel sóttum EM – Knattspyrnunámsskeiðum stúlkna í Þrótti lokið

Í sumar  var Knattspyrnufélagið Þróttur með afar vel heppnuð stúlknaknattspyrnunámsskeið á íþróttasvæði Knattspspyrnufélags Þróttar – í hjarta Reykjavíkur,Laugardal  – Námsskeiðin voru í umsjón Birgis Breiðdals KSÍ B 5. stigs þjálfara Þróttar, og var þetta 6.árið í röð þar sem hann heldur utanum sérnámsskeið fyrir stúlkur. Að þessu sinni voru þau þrjú talsins, tvö strax að skólum loknum og eitt áður en skólar hefjast eftir helgi en því síðasta lauk núna sl föstudag.

Lesa meira