Konur

Andrea Rut og Jelena Tinna á úrtaksæfingar U16

Jörundur Áki landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi Þróttarana Andreu Rut Bjarnadóttur og Jelenu Tinnu Kujundzic á úrtaksæfingar landsliðsins sem fram fara 9. og 11. mars n.k.  Stelpurnar eru í 27 stúlkna hópi sem valdar voru til æfinga að þessu sinni en æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Jelena hefur áður verið valin í þennan hóp en Andrea Rut er hér valin í fyrsta skipti.  Við óskum þeim til hamingju með valið og vitum að þær verða til sóma.  Lifi Þróttur!

4 nýir leikmenn til liðs við kvennalið Þróttar

Þróttur hefur fengið liðsstyrk fyrir baráttuna í 1.deild kvenna í sumar en gengið hefur verið frá félagaskiptum fyrir 4 leikmenn á síðustu dögum.

Hildur Egilsdóttir, Dagmar Pálsdóttir, Kolbrún Ýr Karlsdóttir og Ellie Jane Leek hafa allar fengið leikheimild með Þrótti og eru tilbúnar fyrir næsta leik okkar sem er gegn Víkingi Ólafsvík þann 3.mars í Egilshöll.  Hildur kemur frá Fram, Dagmar frá Víkingi, Kolbrún Ýr frá Selfossi og Ellie kemur frá enska liðinu Bristol City en hún á m.a. að baki nokkra landsleiki með yngri landsliðum Wales.

Þróttarar binda mikla vonir við þennan liðsstyrk og stefnan að sjálfsögðu sett á að gera enn betur en á síðasta tímabili þegar Þróttur varð í 3.sæti deildarinnar.

Við bjóðum leikmennina velkomna í félagið

Lifi…. Þróttur!!!

Sóley María í U19 landslið sem leikur á Spáni

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið leikmannahópinn sem tekur þátt í æfingaleikjum á La Manga á Spáni í lok febrúar og byrjun mars.  Sóley María Steinarsdóttir er valinn í 20 hóp sem tekur þátt í verkefninu en hún á að baki 1 landsleik með liðinu auk 11 landsleikja með U17 ára liðinu.  Í hópnum er jafnframt fyrrverandi leikmaður Þróttar, Stefanía Ragnarsdóttir sem nú er leikmaður Vals.  Við óskum stelpunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis í komandi verkefnum.  Lifi…. Þróttur!