Markmenn

U16 og U17 ára landslið Íslands í knattspyrnu

Úlfar Hinriksson þjálfari U16 og U17 landsliðs Íslands.hefur valið hóp leikmanna til að taka þátt í æfingum fyrir komandi verkefni.

Okkar efnlegi markmaður Lovísa Halldórsdóttir var valin í yngri hópinn U16, og í þann eldri U17 þær Sóley Maria Steinarsdóttir og Stefania Ragnarsdóttir,

gangi ykkur vel stelpur,

Lifi Ísland og Lifi Þróttur.

Sindri Geirsson gerir tveggja ára samning við Þrótt

Markvörðurinn Sindri Geirsson hefur endurnýjað samning sinn við Knattspyrnufélagið Þrótt og skrifað undir til næstu tveggja ára. Sindri er uppalinn Þróttari og hefur um langt árabil verið einn af efnilegustu leikmönnum félagsins af yngri kynslóðinni. Sindri er fæddur árið 1994 og því á 22. aldursári.

„Sindri á að baki talsverðan fjölda leikja í meistaraflokki, þrátt fyrir ungan aldur og hefur spilað mikið á undirbúningstímabilum síðustu ára. Sindri er leikmaður í hröðum þroska, sem hefur mikinn hug á að bæta sig enn frekar næsta sumar í Inkasso-ástríðunni. Bónusinn við þennan kappa er síðan að hann er gríðarlega sterkur félagslega og er vel tengdur samfélaginu hérna í Laugardal, hjartanu í Reykjavík. Þetta eru því gleðitíðindi,“ segir Ótthar Sólberg Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar.

Uppskeruhátíð yngri flokka í knattspyrnu fór fram i síðustu viku

Síðastliðinn föstudag var félagsheimili Þróttar troðfullt af kátum og hamingjusömum krökkum, sem voru að fagna góðu ári og sumri, í stað einstaklingsverðlauna, var áherslan lögð á liðsheildina og frábært starf krakkanna, foreldra og allra þeirra sem að starfinu koma,

Lesa meira

Markvörðurinn Sveinn Óli semur til þriggja ára

Hinn stórefnilegi markvörður Sveinn Óli Guðnason hefur undirritað þriggja ára samning við knattspyrnudeild Þróttar. Sveinn Óli er ein af fjölmörgum vonarstjörnum yngra flokka Þróttar í knattspyrnu. Hann hefur æft með meistaraflokki karla upp á síðkastið, þrátt fyrir að vera fæddur árið 2000 og því einungis á sextánda ári. Sveinn Óli er ennþá gjaldgengur í 3. flokki, en bætist í vetur við yngsta árið í 2. flokki.

„Það er alltaf mikið gleðiefni þegar sómafólk af yngstu kynslóðinni skuldbindur sig til langframa í Þrótti. Sveinn Óli er stór, sterkur, sjálfsöruggur og kattliðugur. Hann hefur flesta þá kosti sem við leitum að í markvörðum og hefur alla möguleika á að bæta sig enn frekar með markvissri þjálfun og hnökralausri ástundun. Sveinn Óli bætist nú við ört stækkandi hóp af strákum og stelpum sem hafa undirritað samninga við Þrótt. Framtíðin er björt hérna í Laugardalnum, sem við köllum ekki að ástæðulausu hjartað í Reykjavík,“ segir Ótthar S. Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar.