Sóley María og Friðrika í æfingahóp U19

Þórður Þórðarsson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 24 leikmenn til æfinga 9. – 11. nóvember og í þeim hópi eru tveir Þróttarar, Sóley María Steinarsdóttir og Friðrika Arnardóttir.

Sóley María hefur undanfarið verið í leikmannahópi landsliðsins og lék síðast með liðinu í undankeppni EM sem fram fór í Wales í byrjun október en Friðrika hefur hins vegar ekki verið í hópnum fyrr en nú og vonumst við sjálfsögðu eftir að hún nái að festa sig í sessi í þessum efnilega hópi leikmanna.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis í komandi verkefnum.  Lifi…….!