Meistaraflokkur karla

Hreinn Ingi framlengir við Þrótt

Þróttur og Hreinn Ingi Örnólfsson hafa framlengt núgildandi samning um eitt ár og gildir samningurinn við leikmanninn nú út keppnistímabilið 2019.

Hreinn Ingi var einn af lykilmönnum Þróttar á síðasta tímabili og var m.a. valinn leikmaður Þróttar eftir tímabilið en hann kom til okkar Þróttara frá Víkingi árið 2008, hefur leikið 88 leiki með meistaraflokki Þróttar og skorað í þeim 4 mörk.  Það er gleðiefni að Hreinn hafi framlengt samning sinn við félagið og sýnt Þrótti þar með traust sem við reynum vissulega að standa undir.  Lifi Þróttur!

Meiðsla- og ástandsskimun yngri flokka 2017/2018 – Knattspyrnudeild Þróttar

Knattspyrnudeild Þróttar í samráði við Valgeir Einarsson sjúkraþjálfara mun standa fyrir meiðsla – og ástandsskimun leikmanna yngri flokkar Þróttar (2, 3 og 4 flokkur) í Þróttarheimilinu dagana 27.-29. desember n.k.Skimun yngri flokka fór í fyrsta sinn fram fyrir ári síðan í desember 2016. Þátttaka í fyrra var góð og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á sams konar skimun á ný.

Lesa meira

Þróttur og Karl Brynjar framlengja samning til eins árs

Þróttur og Karl Brynjar Björnsson hafa framlengt samning til eins árs og gildir nýr samningur út keppnistímabilið 2018.   Karl Brynjar lék áður með ÍR en er uppalinn í FH. Hann hefur leikið með Þrótti frá árinu 2012 og á þessu tímabili hefur hann leikið 114 leiki með meistaraflokki Þróttar í deild og bikar og skorað í þeim 9 mörk.  Við Þróttarar fögnum því að Karl Brynjar sem leikið hefur stórt hlutverk í liði okkar í gegnum tíðina hafi ákveðið að taka þátt í baráttunni næsta sumar og framlengt samning.   Lifi Þróttur!

Gregg Ryder endurráðinn þjálfari Þróttar

Knattspyrnufélagið Þróttur hefur endurnýjað ráðningarsamning Gregg Oliver Ryder til næstu tveggja ára, en hann hefur verið þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu undanfarin þrjú keppnistímabil.

„Gregg er flinkur, vinnusamur og kraftmikill stjórnandi. Hann er sömuleiðis að verða hokinn af reynslu þrátt fyrir ungan aldur, en kappinn er ekki ennþá orðinn þrítugur. Gregg þjálfaði hjá ÍBV um þriggja ára skeið og hefur svo undanfarin fjögur ár verið hérna í Laugardalnum hjá Þrótti. Hann lærði þjálfun og viðskiptafræði úti í Bandaríkjunum á sínum tíma og hefur tekist vel að nýta menntun sína í þjálfunarstarfinu. Þessi geðþekki Newcastle-maður verður áfram í okkar röðum næstu árin og við erum mjög hamingjusöm með þá niðurstöðu. Gregg er okkar maður,“ segir Haraldur Agnar Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Þróttar.

„Ég er himinlifandi og virkilega þakklátur fyrir nýja samninginn og vil nota tækifærið til að hrósa enn og aftur mannskapnum kringum félagið, allt frá stjórn, formanni knattspyrnudeildar og stjórnenda klúbbsins til leikmanna og stuðningsfólks. Þetta er einstakur hópur sem hefur gríðarlegan metnað fyrir hönd félagsins og hérna líður mér vel. Laugardalurinn er hjartað í Reykjavík og ég get lofað stuðningsfólki Þróttar því að árið framundan verður gott,“ sagði Gregg Oliver við undirritun samningsins.

„Ég hef verið hjá félaginu í nokkuð mörg ár, en get þó óhikað fullyrt á þessum tímapunkti, að framtíðin hefur aldrei verið bjartari. Ég fæ núna kærkomið tækifæri til að fá til Þróttar gæðaleikmenn til að styrkja hörkugóðan leikmannahóp okkar enn frekar og það skiptir lykilmáli. Við höfum einnig sett okkur skýr markmið hvað snertir framþróun yngri aldursflokka félagsins. Aðstaðan hefur stórbatnað hérna hjá Þrótti, iðkendum fer fjölgandi, fagmennskan í félaginu er að styrkjast og nýjan stúkan er glæsileg. Þetta er allt að þokast í rétt átt og nú tökum við Þrótt saman upp á næsta stig,“ sagði Gregg að endingu.

Lokahóf knattspyrnudeildar Þróttar fór fram um síðustu helgi

þar voru meðal annars verðlaunaðir bestu, efnilegustu og markahæstu leikmenn félagsins í meistaraflokki.

Besti leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu árið 2017 var Diljá Ólafsdóttir, efnilegust þótti Sóley María Steinarsdóttir og markahæst reyndist vera Michaela Mansfield. Besti leikmaðurinn með mestu framfarirnar milli ára var valinn af leikmönnum: Agnes Þóra Árnadóttir. Bergrós Lilja Jónsdóttir var síðan heiðruð fyrir að hafa leikið 100 leikI með meistaraflokki Þróttar.

Besti leikmaður meistaraflokks karla var Hreinn Ingi Örnólfsson, en efnilegastur þótti Sveinn Óli Guðnason. Markahæstur var hins vegar Viktor Jónsson og var sömuleiðis valinn bestur af leikmönnum sem sá leikmaður er þótti hafa sýnt mestu framfarirnar milli ára. Vilhjálmur Pálmason fékk svo viðurkenningu fyrir að leikið 200 leiki hópinn með meistaraflokki Þróttar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá alla verðlaunahafana ásamt þjálfurum, aðstoðarþjálfurum, sjúkraþjálfara, markvarðaþjálfara, liðsstjóra, formanni knattspyrnudeildar og okkar eigin Konna.

Lesa meira