Meistaraflokkur karla

Birkir Þór framlengir við Þrótt

Birkir Þór Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Þróttar og gildir nýr samningur út keppnistímabilið 2020.  Birkir, sem er 21 árs gamall,  gekk til liðs við Þrótt frá Aftureldingu fyrir timabilið 2017 og hefur leikið 14 leiki með meistaraflokki félagsins í deild og bikar frá þeim tíma.  Hann á að baki 7 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, þar af einn með U19 ára landsliðinu gegn N-Írlandi árið 2015.  Það er fagnaðarefni fyrir okkur Þróttara að ungur leikmaður með mikla reynslu úr meistaraflokksleikjum framlengi samning við félagið og leggi sitt af mörkum til uppbyggingar til lengri tíma.

Lifi Þróttur.

Þórhallur Siggeirsson ráðinn til Þróttar

Þórhallur Siggeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Gunnlaugs Jónssonar í meistaraflokki karla í knattspyrnu en hann verður jafnframt aðalþjálfari 2.flokks karla hjá félaginu.  Þórhallur er með UEFA-A þjálfaragráðu auk þess að vera með M.Sc gráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.  Hann hefur mikla reynslu af þjálfun, hefur þjálfað hjá HK, Val og nú síðast hjá Stjörnunni þar sem hann var yfirþjálfari yngri flokka frá 2014-2017.

Við bjóðum Þórhall velkominn í Þrótt og væntum góðs samstarfs við áframhaldandi uppbyggingu félagsins.  Lifi……!!!