Meistaraflokkur karla

Gulli Jóns skrifar undir nýjan tveggja ára samning

Gunnlaugur Jónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Þróttar og verður því þjálfari meistaraflokks karla tímabilin 2019 og 2020.

Gunnlaug þarf varla að kynna fyrir áhugamönnum um knattspyrnu, hann hefur þjálfað Selfoss, Val, KA, HK og síðast ÍA áður en hann kom til Þróttar á vordögum 2018 en auk þess á hann að baki fjölmarga leiki í efstu deild sem leikmaður, 12 A landsleiki og og 19 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Gulli stýrði liðið Þróttar s.l. tímabil þegar liðið endaði í 5 sæti Inkasso deildarinnar og komst í 16 liða úrslit bikarsins.

Mikið starf er framundan innan knattspyrnunnar hjá Þrótti og er ráðning Gunnlaugs hluti af þeirri stefnu sem verið er að móta varðandi áframhaldandi uppbyggingu innan félagsins.

Lifi Þróttur !

 

Rafn Andri og Þróttur framlengja samning

Rafn Andri Haraldsson og knattspyrnudeild Þróttar hafa náð samkomulagi um framlengingu samnings sem gildir nú út keppnistímabilið 2020.

Rafn Andri sem fæddur er árið 1989 er uppalinn Þróttari en lék keppnistímabilin 2011 og 2012 með Pepsi-deildar liði Breiðabliks og á að baki nærri 200 leiki í meistaraflokki auk 15 landsleikja með yngri landsliðum Íslands.

Hann kom við sögu í 17 leikjum Þróttar í Inkassodeildinni á nýafstöðnu tímabili auk þess að leika þrjá leiki í Mjólkurbikarnum.

Við Þróttarar fögnum framlengingu samnings við Rabba og að liðið muni njóta krafta hans a.m.k. næstu tvö keppnistímabil í þeirri baráttu sem framundan er.

Lifi……!

Baldur Hannes valinn í U17 landsliðið

Baldur Hannes Stefánsson hefur verið valinn í U17 landsliðið sem tekur þátt í undankeppni EM sem fram fer í Bosníu dagana 7 – 17 október n.k.

Baldur Hannes er í hópi 18 leikmanna sem þjálfari liðsins, Davíð Snorri Jónasson, valdi í verkefnið en í riðli Íslands leika auk heimamanna Gíbraltar og Úkraína.  Fyrsti leikur Íslands í mótinu er gegn Úkraínu miðvikudaginn 10.október.  Við óskum Baldri til hamingju með sætið í landsliðinu og liðinu góðs gengis í komandi leikjum.   Lifi….!

Aron Þórður og Þróttur framlengja samning

Gengið hefur verið frá framlenginu á samningi á milli Arons Þórðar Albertssonar og Þróttar og gildir núverandi samningur út keppnistímabilið 2021 eða næstu 3 tímabil.   Aron Þórður sem er 22ja ára gamall, kom við sögu í 20 leikjum Þróttar í sumar í deild og bikar og skoraði í þeim 3 mörk.  Hann kom til Þróttar fyrir tímabilið 2016 frá HK og hefur verið samningsbundinn félaginu síðan þá og leikið yfir 50 leiki fyrir Þrótt.

Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Þróttara að samningur hafi verið framlengdur við Aron Þórð og að hann verði mikilvægur hluti af áframhaldandi uppbyggingu meistaraflokks til næstu ára.

 

Lifi…….!

Daði Bergs og Þróttur framlengja samning

Gengið hefur verið frá framlenginu á samningi á milli Daða Bergssonar og Þróttar og gildir núverandi samningur út keppnistímabilið 2020.  Daði hefur gegnt lykilhlutverki að undanförnu hjá meistaraflokki, kom við sögu í 22 leikjum í Inkassodeildinni í sumar og 3 leikjum í bikar og skoraði í þeim 9 mörk.  Hann er uppalinn Þróttari og á að baki 29 landleiki með yngri landsliðunum auk þess að eiga fjölmarga leiki í efstu deild með Val og Leikni þrátt fyrir ungan aldur.  Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur Þróttara að samningur hafi verið framlengdur og við njótum krafta Daða í komandi verkefnum næstu tvö keppnistímabil.

Lifi…….!