Meistaraflokkur karla

Baldur Hannes valinn í U17 landsliðið

Baldur Hannes Stefánsson hefur verið valinn í U17 landsliðið sem tekur þátt í Development Cup sem fram fer í Minsk í Hvíta Rússlandi dagana 19. – 28. janúar n.k.

Baldur Hannes er í hópi 20 leikmanna sem þjálfari liðsins, Davíð Snorri Jónasson, valdi í verkefnið en í riðli Íslands leika Georgía,Moldóva og Ísrael.  Fyrsti leikur Íslands í mótinu er gegn Georgíu sunnudaginn 20.janúar.

Við óskum Baldri til hamingju með sætið í landsliðinu og liðinu góðs gengis í komandi leikjum.   Lifi….!

Emil kveður Þrótt

Emil Atlason hefur gengið til liðs við HK og leikur því ekki með Þrótti næsta keppnistímabil.

Emil gekk til liðs við Þrótt fyrir upphaf tímabilsins 2016 frá Knattspyrnufélaginu Val, og á tveimur tímabilum lék hann 19 leik með félaginu í deild og bikar og skoraði 6 mörk.

Við Þróttarar þökkum Emil með heilum hug frábærar stundir innan vallar sem utan og óskum honum góðs gengis á nýjum vettvangi.