Meistaraflokkur kvenna

Sóley María í byrjunarliði Íslands í góðum sigri

Sóley María Steinarsdóttir var í byrjunarliði U19 landsliðsins og lék allan leikinn í góðum sigri Íslands á Wales, 2-1,  í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer  í Armeníu.  Liðið er í riðli með Wales, Armeníu og Belgíu og er næsti leikur gegn heimastúlkum í Armeníu á föstudaginn.  Þetta var 19 landsleikur Sóleyjar með U17 og U19 og ef að lýkur lætur mun hún leika tuttugasta landsleik sinn n.k.föstudag þegar stelpurnar taka á móti heimastúlkum í Armeníu.  Við óskum stelpunum góðs gengis í komandi leikjum.  Lifi…..!

Sóley María valin í U19 landsliðið

Sóley María Steinarsdóttir hefur verið valin í leikmannahóp U19 ára landsliðsins sem leikur í undankeppni EM í Armeníu 29. september – 9. október n.k.

Sóley María á þegar að baki 7 landsleiki með U19 ára landsliðinu og 11 landsleiki með U17 ára liðinu auk þess að vera einn af lykilmönnum meistaraflokksins hjá Þrótti undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur en hún er fædd árið 2000.   Við óskum Sóleyju Maríu góðs gengis í komandi verkefnum.

Lifi……!!

Álfhildur Rósa framlengir samning við Þrótt

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og knattspyrnudeild Þróttar hafa skrifað undir nýjan samning sem gildir út keppnistímabilið 2019.  Álfhildur sem fædd er árið 2000 hefur leikið 38 leiki með meistaraflokki Þróttar og skorað í þeim 5 mörk en hún hefur komið við sögu í 15 leikjum í Inkassodeildinni í sumar.  Að undanförnu hefur hún leikið mikilvægt hlutverk í meistaraflokki auk þess að vera lykilleikmaður og fyrirliði í sigursælu liði 2.flokks í sumar.  Álfhildur er framtíðarleikmaður félagsins og er mikið ánægjuefni að samningur hafi verið framlengdur út næsta keppnistímabil.

Lifi……..!