Meistaraflokkur kvenna

Sóley María og Stefanía í sigurliði Íslands

Íslenska U17 ára landslið stúlkna lék í dag gegn Svíum í milliriðli Evrópumótsins í knattspyrnu en leikurinn lauk með sigri Íslands, 1-0 og það var einmitt Þróttarinn Stefanía Ragnarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins á 8.mínútu. Báðir þeir leikmenn Þróttar sem valdir voru í U17 ára landsliði voru í byrjunarliði Íslands en þetta var fyrsti leikur liðsins á mótinu. Íslenska liðið leikur auk Svíþjóðar í riðli með Portúgal og Spáni og fer sigurliðið í riðlinum í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Við óskum stelpunum til hamingju með sigurinn og óskum þeim alls hins besta í leikjunum sem framundan eru. Lifi Þróttur!

Sóley og Stefanía með U17 ára landsliði kvenna til Portúgal

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í milliriðli Evrópumóts U17 kvenna í Portúgal síðar í þessum mánuði, í hópinn valdi hann 2 efnilega leikmenn okkar Þróttara, en það eru þær Sóley María Steinarsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir.

Gangi ykkur allt í haginn stelpur
Lifi Þróttur og Lifi Ísland

Tveir nýir leikmenn í meistaraflokk kvenna

Sierra Marie Lelii og Michaela Mansfield skrifuðu í morgun undir samning við Þrótt og munu leika með liðinu á komandi tímabili.  Báðar koma þær frá Bandaríkjunum, Sierra leikur sem framherji og Michaela leikur sem miðjumaður eða sem framherji.

Sierra hefur leikið í Bandaríkjunum en einnig með sænska liðinu Skovde þar sem hún lék á síðasta tímabili.

Michaela hefur leikið með Colorado Springs í Bandaríkjunum þar sem hún skoraði 20 mörk í 54 leikjum á þriggja ára tímabili með liðinu.  Leikmennirnir munu klárlega koma til með að styrkja hóp okkar Þróttara í sumar í baráttunni í 1.deild og bjóðum við þær velkomnar i félagið,

Lifi Þróttur!

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu