Meistaraflokkur kvenna

Olivia Bergau til liðs við Þrótt

Þróttur hefur bætt við sig liðsstyrk fyrir komandi baráttu í Inkassodeild kvenna í sumar en gengið hefur verið frá félagaskiptum fyrir bandariska leikmanninn Olivia Bergau sem leikið hefur með Florida State í ameríska háskólaboltanum.  Hún hefur leikið sem varnar – eða miðjumaður og tók þátt í öllum leikjum liðs síns á síðasta tímabili þegar Florida tryggði sér NCAA titilinn og var jafnframt fyrirliði liðsins.  Olivia en annar erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þrótt fyrir komandi tímabil en áður hafði verið gengið frá félagaskiptum fyrir írsku landsliðskonuna Lauren Wade https://www.trottur.is/frettir/lauren-wade-i-thrott/2018/12/18/

Við bjóðum Oliviu velkomna í Hjartað í Reykjavík og hlökkum til að sjá hana á vellinum í vor og sumar.

Lifi…..!

Hildur Egilsdóttir og Þróttur ganga frá samningi

Þróttur og Hildur Egilsdóttir, sem gekk til liðs við okkur Þróttara fyrir tímabilið 2018, hafa gert með sér leikmannasamning sem gildir út keppnistímabilið 2019.  Hildur sem fædd er árið 1993 kom til Þróttar frá Fram en hafði áður leikið 21 leik í efstu deild með liði FH.

Hún kom við sögu í 16 leikjum með Þrótti á síðasta tímabili og skoraði í þeim 4 mörk.  Við fögnum áframhaldandi veru Hildar í Þrótti og óskum henni góðs gengis í baráttunni sem framundan er í Inkassodeildinni.  Lifi……!

 

Andrea Rut valin í U17 landsliðið

Landsliðsþjálfari U17 stúlkna hefur tilkynnt landsliðshópinn sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum við Írland dagana 18. og 20. Febrúar nk hér á Íslandi.

Andrea Rut Bjarnadóttir hefur verið valin í þennan hóp og á því von á að taka þátt í sínum fyrstu landsleikjum á móti Írlandi þessa daga.  Andrea Rut, sem fædd er árið 2003, kom við sögu í 16 leikjum með meistaraflokki s.l. sumar og skoraði í þeim 7 mörk en hún hefur verið að festa sig verulega í sessi sem einn af lykilmönnum okkar liðs þrátt fyrir ungan aldur og verður skemmtilegt að fylgjast með henni spreyta sig í landsliðsbúningnum á næstunni.  Við óskum Andreu til hamingju með valið og vitum að hún verður okkur til sóma.  Lifi……!