Pepsí-deild kvenna í kvöld (14.maí) Afturelding-Þróttur

944409_517080111684357_871110580_n
Barátta í vítateig Selfyssinga í síðasta leik.

Okkar stúlkur leggja leið sína í Mosfellsbæinn í kvöld þar sem þær munu etja kappi við heimastúlkur í Aftureldingu. Um 6 stiga leik verður að ræða þar sem bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik og er hvorugu spáð góðu gengi í Pepsi-deildinni í sumar. Við Þróttarar þurftum að játa okkur sigraða gegn spræku lið Selfyssinga í fysta leik en sá leikur endaði 0-2. Þróttarliðið er fullt sjálfstrausts og eldmóði og ætlar sér ekkert annað en 3 stig í kvöld.

Sú barátta verður auðveldari ef Þróttarar mæta á völlinn og hvetja sínar stúlkur áfram.

KOMA SVO, allir á völlinn! Leikurinn hefst kl. 19.15 á Varmárvelli í Mosfellsbæ.

LIFI ÞRÓTTUR!

 

Mynd: Brynjólfur Óskarsson.