Bergrós og Eva léku með U17 í sigri á Wales

Ísland sigraði Wales í landsleik U17 ára kvenna í dag í Wales, lokatölur urðu 0-4 og tóku tveir leikmenn Þróttar þátt í leiknum. Bergrós Lilja Jónsdóttir var í byrjunarliðinu og Eva Bergrín Ólafsdóttir kom af bekknum. Frábær byrjun hjá stelpunum í fjögurra landa æfingarmóti. Liðið leikur einnig gegn Norður Írlandi og Færeyjum.

Vel gert stelpur, þið eruð landi og þjóð til sóma.  Nánar um leikinn má lesa á fotbolti.net:

http://fotbolti.net/news/16-04-2013/u17-kvenna-vann-glaesilegan-og-oruggan-sigur-a-wales 

Meistaraflokksráð kvenna í knattspyrnu

mflkvk

Nú hafa stelpurnar í meistaraflokki hafið æfingar af krafti. Þær eru staðráðnar í að bæta sig enn frekar í vetur og að mæta í frábæru formi til leiks næsta vor.  Meistaraflokksráð hefur líka verið komið á laggirnar, það skipa í dag Kristinn Karlsson, Hildur Hrólfsdóttir, Ásmundur Vilhelmsson, Dagný Jónsdóttir og Þorsteinn Þórsteinsson.


Nokkrar nefndir verða í gangi m.a kvennakvöldsnefnd, skemmtinefnd, heimaleikjanefnd, fjáöflunarnefnd og fjölmiðlanefnd.
Nokkuð margir mættu á kynningarfund í september með Vöndu Sigurðardóttur þjálfara liðsins og skráðu sig á lista yfir þá sem vilja leggja liðinu lið.

Betur má þó ef duga skal og leitum við til hins almenna Þróttara eftir aðstoð.

Þeir sem vilja taka þátt í að aðstoða með einum eða öðrum hætti eða vilja vita meira þá vinsamlega hafið samband við okkur eitt eða öll..

krikar@internet.is; hildurhrolfs@gmail.com; dag8@hi.is; asivil@simnet.is; steinigrand@gmail.com

Meistaraflokkur kvenna byrjar að æfa

Eftir um mánaðarpásu frá fótbolta byrja stelpurnar í meistaraflokki kvenna að æfa í dag sunnudag. Við byrjum af krafti því kl. 18.00 í dag er fyrsta æfing uppi í Egilshöll og mæta stelpurnar beint í píptest. Æfingar verða annars sem hér segir:

Mánudagar 18.00 – 19.30 á gervigrasinu

Þriðjudagar tilskiptis 19.00 – 20.30 á gervigrasinu og 20.00 – 21.00 í Egilshöll

Fimmtudagar 16.30 – 18.15 í World Class, hlaup og lyftingar

Föstudagar 17.00 – 18.30 á gervigrasinu

Laugardagar 11.00 – 12.30 útihlaup og fótbolti á gervigrasi

Sunnudagar 18.00 – 19.30 í Egilshöll.

Að auki lyfta stelpurnar sjálfar í eitt skipti.

Það verður því tekið á því! Fyrstu æfingaleikirnir eru komnir á blað en 23. okt. spilum við æfingaleik við stráka og 11. nóv. við FH m.fl. kvenna.

Kveðja, Vanda.