Old boys lávarðar

Markmannsþjálfari allra aldursflokka fær stuðning frá Oldboys

Knattspyrnudeild Þróttar undirritaði nývera samning við markmannsþjálfarann Jamie Brassington sem tekur við markmannsþjálfun allra aldursflokka hjá félaginu. Jamie er fæddur árið 1991, og hefur starfað sem yfirþjálfari markmanna í afreksmótun hjá Colchester og Burton Albion en hann er með UEFA B próf í knattspyrnuþjálfun og hefur lokið markmannsþjálfaragráðum hjá enska knattspyrnusambandinu auk þess að vera styrktarþjálfari.

Oldboys Þróttar færði Jamie nýverið myndbandstökuvél og þrífót sem hann mun nota til þess að taka upp æfingar og leiki markmanna Þróttar. Jamie mun nota vélina til þess að framkvæma markvissa greiningu á  hreyfingum og staðsetningum markmanna félagsins og fylgja eftir með einstaklingamiðaðri þjálfun.

Félagið þakkar leikmönnum Oldboys fyrir stuðninginn við þjálfum yngri flokka félagsins.

Dómaranámskeið knattspyrna

Þróttur leitar nú til áhugasamra foreldra um að kynna sér betur dómgæslu þannig að mögulegt sé að leita til þeirra til að dæma örfáa leiki sumarið 2017, því fleiri sem tilbúnir eru því færri leikir á hvern aðila.

Dómaranámskeið verður haldið í félagsheimili Þróttar þriðjudagskvöldið 13. desember (næsta þriðjudag) kl. 19:30 og lýkur því um kl. 21:30.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hjá undirrituðum fyrir hádegi á þriðjudag.  Engin skuldbinding felst í þátttöku á námskeiðinu og hver og einn getur metið hvort áhugi er fyrir hendi um að dæma nokkra leiki hjá yngri flokkunum á næsta ári.

Ég hvet foreldra og forráðamenn til þess að sýna þessu áhuga og taka þátt í að bæta enn starf félagsins, því eins og áður sagði eru málefni dómgæslunnar mikilvægur hluti af uppeldi og þjálfun í knattspyrnu.

Námskeiðið er ókeypis.

Með fyrirfram þökk fyrir jákvæð viðbrögð,

Dómgæsla yngri flokka í knattspyrnu– mikilvægi foreldra/forráðamanna

Eins og kunnugt er skiptir dómgæsla miklu máli í leikjum yngri flokka sem og annars staðar,  en á síðasta ári voru leiknir á Íslandsmóti um 200 leikir á vallarsvæði Þróttar (auk þessa fjölmargir leikir á Rey Cup og VÍS móti)  þar sem félagið útvegaði dómara.  Oftar en ekki var því miður verið að bjarga dómurum á síðustu stundu í sumum leikjum og er ljóst að við verðum í sameiningu að reyna að vinna betur að málum þannig að skipulag sé á niðurröðun dómara og við útvegum dómara við hæfi til þess að dæma leiki hjá ungum iðkendum.

Lesa meira

LEIKMENN OLDBOYS-LÁVARÐAR STYRKJA MEISTARAFLOKK KARLA

Ágúst Tómasson, Jóhann Páll Sigurðarson og Bragi Skaftason, leikmenn Oldboys Þróttar, afhentu nýverið Gregg Ryder ferðastyrk að upphæð 150 þús krónur. Meistaraflokkur karla er nú að safna fyrir æfingaferð til Spánar í apríl, sem er liður í undirbúningi fyrir komandi átök í Pepsí-deildinni. Meistaraflokkur þakkar Oldboys kærlega fyrir stuðninginn.