70 ára afmælisvarningur Þróttar

Um leið við óskum öllum Þrótturum innilega til hamingju með daginn minnum við á afmælisvarning sem allir Þróttarar verða að eiga til að minnast þessara tímamóta. Barmmerki, fáni og bolli – verða til sölu á afmælisleikjunum okkar 6. sept og á afmælishátíðinni okkar í Höllinni 7. sept. Hér er hægt að nálgast miða á afmælishátíðina í Höllinn: https://tix.is/is/event/8474/

Silfur á Íslandsmóti 50+

Þróttarar unnu til silfurverðlauna á Íslandsmóti 50 ára og eldri um helgina. Þessi árangur er til marks um mikið uppbyggingarstarf í Old boys starfi félagsins því liðið hefur hækkað sig um eitt sæti á mótinu á hverju ári undanfarin ár. Það er því ljóst hvert markmiðið er fyrir næsta ár.

Fyrir lokatúrneringuna sem fór fram í Reykjaneshöll um helgina átti Þróttur veika von um að vinna til gullverðlauna en varð að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum en sú von varð ekki að veruleika. Lokaleikurinn var hreinn úrslitaleikur um annað sætið gegn Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Keflavík/Víði. Þróttur, sem varð að vinna leikinn, lenti undir í fyrri hálfleik en með  baráttu og útsjónarsemi hafðist 2-1 sigur. Þess má geta að Knattspyrnufélag Reykjavíkur vann mótið.

Efri röð frá vinstri: Magnús Dan Bárðarson, Ólafur Stefán Magnússon, Sólmundur Jónsson, Júlíus Júlíusson og Flosi Helgason. Neðri röð: Ágúst Tómasson, Benjamín Sigursteinsson, Karl S. Gunnarsson, Geir Leó Guðmundsson og Stefán B. Mikaelsson.

HM fótboltasumarið er hafið!

Skráning stendur nú yfir á sumaræfingar knattspyrnudeildar Þróttar. Við bjóðum uppá reglulegar æfingar fyrir stráka og stelpur á öllum aldri undir handleiðslu topp þjálfara auk þátttöku í fjölda skemmtilegra móta víða um land. Það verður sannkallað HM fjör hjá Þrótti í allt sumar og nú er rétti tíminn til að skrá sig til leiks!

Skráning iðkenda og upplýsingar um æfingagjöld má nálgast hér: https://www.trottur.is/aefingagjold/ 

Upplýsingar um æfingatíma og skiptingu í flokka má nálgast hér: https://www.trottur.is/um-thrott/aefingatoflur/

Allir nýjir iðkendur eru velkomnir á 1-2 prufuæfingar án endurgjalds og í sumar verða knattspyrnuæfingar ókeypis fyrir stúlkur fæddar 2012-2015 (8 flokkur kvk).

Allar nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri Þróttar, Þórir Hákonarson, thorir@trottur.is

Allir með í HM fjörið hjá Þrótti!