Óflokkað

Golfmót Þróttar 2017

Mótið er 18 holu punktakeppni með forgjöf(Hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28.

 

Ræst út af öllum teigum kl. 13:30 – mæting fyrir kl. 13:00.

 

Aukaverðlaun:

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.

Lengsta upphafshögg á 11. braut frá gulum og rauðum teigum.

Skemmtilegasti klæðnaðurinn o.fl.

 

Þróttarar, takið með ykkur gesti !

 

Mótsgjald 8.500 kr. með mat.

 

Skráning óskast eigi síðar en 30. maí á golf.is

Einnig hjá thorlakssone@gmail.com og jyj@akademia.is

 

ATH: Skráning er eingöngu til að raða í holl ekki er ræst út á þeim tíma sem er þar. 

Í boði eru 14 golfbílar til leigu verð á þeim er 6.500 kr. og eru þeir bókaðir í síma 4864495.

 

Golfnefnd Þróttar 2017.

——————–

Auk þess verður meðfylgjandi auglýsing og mótið sett upp hjá golfklúbbnum Kiðjabergi, þannig að menn geti farið að skrá sig. 

Síðasta „Lambalærið“ heppnaðist vel.

Góð mæting var á síðasta „Lambalæri“ fyrir sumarfrí og þótti vel til takast.

Öll umgjörðin var eins og best verður á kosið og á Ölgerðin þakkir skyldar fyrir sinn þátt í því, því fyrirtækið gaf vinninga sem voru dregnir út í byrjun. Einnig hjálpaði verslunin „Jói útherji“ með því að lána okkur búninga hinna ýmsu félaga sem leika í Pepsí-deildinni í sumar, til að skreyta með veggi salarins.

Þá var þeim Hjörvari og Óskari Hrafni gefið orðið. Þeir voru sammála um að Þróttur verði eitt þriggja liða sem harðast munu keppa að Pepsí-deildarsæti 2018.

Þeir voru ekki sammála um hvort það verður FH eða KR eða jafnvel Valur sem standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust, en baráttan mun verða mjög hörð.

HM-hópurinn þakkar öllum þeim sem lagt hafa leið sína í Þróttarheimilið í vetur til að eiga með okkur góða stund yfir besta mat sem Ísland býður upp á þ.e.

„Lambalæri að hætti mömmu“.

 

Sjáumst í september.

Sjá myndir.

Lesa meira

Ingólfur Hilmar Guðjónsson þjálfar meistaraflokk kvenna i blaki

Ingólfur Hilmar Guðjónsson hefur verið ráðinn til að þjálfa meistaraflokk kvenna í blaki fyrir tímabilið 2017-2018.
Það hafa verið miklar þjálfarabreytingar hjá liðinu að undanförnu en Ólafur Jóhann Júlíusson hætti með liðið á miðju tímabili. Þá tók Róbert Karl Hlöðversson við stöðunni. Skömmu eftir að hann hóf störf var Ingólfur ráðinn sem aðstoðarþjálfari.

Lesa meira