Síðasta skákkvöld vetrarins var haldið á mánudag

Síðasta skákkvöld vetrarins var haldið á mánudag og var einungis tefld hraðskák og voru verðlaunin páskaegg af ýmsum stærðum. Sigurður Þórðarson hélt áfram sigurgöngu sinni og vann allar skákirnar sjö að tölu. Annar varð Júlíus Óskarsson með 5 vinninga og þriðji  varð Óli Viðar Thorstensen með 4 vinninga. Nú er aðeins eftir að afhenda verðlaun fyrir mót vetrarins og verður það gert á þriðjudagskvöld. Síðan verður sumarfrí fram í september.

Síðasta umferð „Stigamóts Þróttar“ 2019 var tefld á mánudag.

Júlíus sýndi fyrri styrk og vann með 5,5 vinningum í sex skákum, annar varð Davíð með 4 vinninga, þriðji Sigurður með

3,5 vinninga og fjórði Helgi með 3 vinninga.

Lokastaðan í mótinu er því sú að Sigurður Þórðarson með 58 stig er „Stigameistari Þróttar“ 2019. Annar varð Júlíus Óskarsson með

51 stig og þriðji varð Davíð Jónsson með 42 stig.

Sigurður er einnig „Skákmeistari Þróttar“ 2019 með 7 vinninga í átta skákum, síðan koma Júlíus og Óli Viðar með 5,5 vinninga en Júlíus á einni skák ólokið.

Sigurður Þórðarson er „Skákmeistari“ og „Stigameistari Þróttar“ 2019.

Síðasta umferð var tefld á mánudag og fóru leikar sem hér segir: Bragi vann Helga, Óli Viðar vann Theodór og Sigurður vann Davíð. Skák Júlíusar og Sölva var frestað. Með sigrinum
tryggði Sigurður sér efsta sætið í mótinu með 7 vinninga, en Júlíus getur aðeins náð 6,5 vinningum með sigri í frestuðu skákinni. Óli Viðar er einnig með 5,5 vinninga en hefur lokið skákum sínum.
Í hraðskákinni var hart barist og fór svo að tveir urðu jafnir með 4,5 vinninga, þeir Óli Viðar og Sigurður, þriðji varð Davíð
með 4 vinninga. Tefldar voru sex umferðir. Þegar ein umferð er eftir er Sigurður þegar búinn að tryggja sér sigurinn, Júlíus er annar og Davíð þriðji.

Síðasta umferðin í hraðskákinni verður
tefld 1.apríl.