Skák

Skákvertíðin að hefjast í Þrótti.

Skákmenn félagsins hafa legið í leti í sumar en hugsa sér nú til hreyfings.

Fyrsta skákkvöld nýrrar vertíðar verður mánudaginn 22.október kl.18.30 í Þróttarheimilinu. Þá verður fyrirkomulag móta vetrarins ákveðið og síðan tefld fyrsta umferðin í „Stigamóti Þróttar 2019“ sem er hraðskákmót. Ef það eru einhverjir eldri félagar sem áhuga hafa á að vera með ættu þeir að hafa samband við undirritaðan. Hraðskákirnar eru 2×7 mín. og lengri skákirnar eru

2×20 eða 2×30 mín. Það fer eftir þátttökunni. Þátttökugjald er kr.1000.- á kvöldi.

Með skákkveðju,

Helgi Þorvaldsson

Júlíus Óskarsson er bæði Stiga- og Skákmeistari Þróttar 2018.

Síðasta skákkvöld vetrarins var haldið á þriðjudag. Tefld var síðasta umferðin í lengri skákunun og urðu úrslit sem hér segir:

Júlíus vann Braga, Jón H. vann Kjartan, Sölvi vann Helga og Óli Viðar vann Theodór. Davíð sat yfir. Þá var tefld frestuð skák þeirra Júlíusar og Sölva sem lauk með jafntefli.

Lokastaðan í „Skákmóti Þróttar 2018“ varð sú að Júlíus varð efstur með

7,5 vinninga, annar varð Jón H. með 5 vinninga og þriðji Davíð með 4,5 vinninga, síðan komu þeir Bragi, Kjartan og Óli Viðar með 4 vinninga,

Í „Stigamóti Þróttar 2018“ varð Júlíus einnig efstur, með 45 stig, annar varð Óli Viðar með 38,5 stig og þriðji varð Davíð með 36 stig.

Nú verður gert hlé fram á haustið og byrjað aftur í október. Ef einhver eldri félagi hefur áhuga á að vera með í haust, getur hann haft samband við Helga Þorvaldsson í northpole@isl.is.

 

Úrslitin í skákinni á þriðjudagskvöld.

Tefld var næstsíðasta umferðin(8) í lengri skákunum og urðu úrslit sem hér segir: Jón H. vann Óla Viðar, Kjartan vann Sölva, Bragi vann Davíð og Júlíus vann Helga
og tryggði sér þar með titilinn „Skákmeistari Þróttar“ 2018, þó hann eigi enn eftir tvær ótefldar skákir. Theodór sat yfir. Þá luku þeir Jón H. og Theodór frestaðri skák
úr 7.umferð og skildu þeir jafnir. Þegar ein umferð er eftir er Júlíus efstur með 6
vinninga, annar er Davíð með 4,5 vinninga og hefur lokið sínum skákum. Þrír eru jafnir
með 4 vinninga og geta stolið öðru sætinu af Davíð, þeir Bragi, Jón H. og Kjartan en
þeir síðastnefndu mætast einmitt í síðustu umferðinni, sem tefld verður 10.apríl.

Í hraðskákinni varð Davíð efstur með 7,5 vinninga, annar varð Theodór með 6,5 vinninga,
í þriðja til fjórða sæti urðu þeir Helgi og Óli Viðar með 6 vinninga og fimmti með 5,5
vinninga varð Gunnar. Tefldar voru 9 umferðir. Þetta var síðasta umferðinog er Júlíus
Óskarsson „Stigameistari Þróttar“2018, með 45 stig, en hann var fjarverandiað þessu sinni.
Annar er Óli Viðar Thorstensen með 38,5 stig, þriðji er Davíð með 36 stig, fjórði Theodór
með 30,5 stig og fimmti Kjartan með 27 stig.

Úrslit í skákinni þriðjudaginn 6.mars.

Í lengri skákunum urðu úrslitin á þessa leið: Davíð Jónsson vann Helga Þorvaldsson, Júlíus Óskarsson vann Kjartan Steinbach og Óli Viðar Thorstensen vann Sölva Óskarsson.

Skák Jóns H. Ólafssonar og Theodórs Guðmundssonar var frestað vegna veikinda Jóns. Þá sat Bragi Guðjónsson yfir. Þegar aðeins tvær umferðir eru eftir er Júlíus efstur með

5 vinninga og þrjár ótefldar skákir, annar er Davíð með 4,5 vinninga og eina óteflda skák.

Í hraðskákinni urðu þeir Júlíus og Óli Viðar jafnir og efstir með 6 vinninga, þriðji varð Helgi með 5 vinninga, fjórði varð Gunnar Randversson með 4,5 vinninga og fimmti Kjartan með 4 vinninga. Eftir tíu umferðir er júlíus efstur með 45 stig, annar er Óli Viðar með

35 stig, þriðji er Davíð með 29 stig og fjórði Kjartan með 26 stig.

Næst verður teflt 20.mars.

Úrslit í skákinni á þriðjudagskvöld.

Í lengri skákunum urðu úrslit sem hér segir: Theodór vann Sölva, Júlíus vann Óla Viðar, Kjartan vann Davíð og Bragi vann Helga.

Jón H. sat yfir. Eftir sex umferðir er Júlíus efstur með 4 vinninga, annar er Davíð með 3,5 vinninga og þeir Bragi og Kjartan koma næstir með 3 vinninga. Júlíus á eina óteflda skák.

Í hraðskákinni var tefld níunda umferð. 10 þátttakendur voru og tefldu allir við alla. Júlíus varð efstur með 7,5 vinninga, í öðru til þriðja sæti urðu þeir Óli Viðar og Theodór með 7 vinninga, í fjórða sæti Davíð með 5 vinninga og fimmti Kjartan með 4,5 vinninga. Eftir níu umferðir er Júlíus farinn að draga sig frá restinni og er kominn með 39 stig, annar er Óli Viðar með 29 stig, Davíð þriðji með 28 stig, Theodór fjórði með 24,5 stig og Kjartan fimmti með 24 stig.

Næst verður teflt 6.mars.