Skák

Úrslitin í skákinni á mánudag:

Tefld var 7.umferð í lengri skákunum og urðu úrslitin sem hér segir:

Jón H. vann Óla Viðar, Sigurður vann Helga, Bragi vann Sölva og Theodór vann Davíð. Júlíus sat yfir. Þá tefldu Helgi og Jón H. frestaða skák úr 6.umferð og lauk henni með jafntefli.

Í hraðskákinni varð Júlíus hlutskarpastur með 8 vinninga í átta skákum, annar varð Sigurður með 6 vinninga, þriðji Davíð með 5 vinninga og Helgi og Óli Viðar urðu jafnir í fjórða og fimmta sæti, með 4 vinninga.

Efstur eftir átta umferðir er Sigurður með 41 stig, annar er Júlíus með 39,5 stig og þriðji er Davíð með 28,5 stig.

Næst verður teflt 4.mars.

 

Úrslitin í skákinni á mánudag:

Í lengri skákunum urðu úrslitin sem hér segir: Sigurður vann Braga, Júlíus vann Theodór, Jón H. vann Sölva og Óli Viðar vann Helga.

Davíð sat yfir. Eftir fimm umferðir er Sigurður efstur með 4 vinninga og síðan koma Davíð og Júlíus með 3 vinninga.

Í hraðskákinni varð Sigurður hlutskarpastur með 6,5 vinninga í átta skákum, fast á hæla honum komu þeir Davíð og Júlíus með 6 vinninga, Óli Viðar varð fjórði með 5 vinninga og í fimmta sæti með 4 vinninga varð Theodór. Eftir sex umferðir er Júlíus efstur með 31 stig, í öðru sæti er Sigurður með 29 stig og Davíð er í þriðja sæti með 21,5 stig.

Næst verður teflt 4.febrúar.

Úrslitin í skákinni mánudaginn 7.janúar.

Í lengri skákunum urðu úrslit sem hér segir: Jón vann Júlíus, Bragi vann Theodór en skák Davíðs og Helga var frestað. Sigurður sat yfir. Þá var tefld frestuð skák milli Óla Viðars og Júlíusar úr 4.umferð og lauk henni með jafntefli. Þeir Davíð og Sigurður eru efstir og jafnir með þrjá vinninga eftir fjórar umferðir.
Í hraðskákinni varð Sigurður hlutskarpastur með 6,5 vinninga í sjö skákum, annar varð Júlíus með 6 vinninga og þriðji varð Bragi með 4 vinninga. Síðan komu þrír með 3 vinninga, þeir Davíð, Óli Viðar og Theodór. Eftir fimm umferðir er Júlíus efstur með 26,5 stig og Sigurður annar með 22 stig.

Næst verður teflt 21.janúar.

Júlíus sigraði í jólahraðskákmóti Þróttar

Nokkur forföll voru og tóku aðeins sjö skákmenn þátt í mótinu.
Eins og kemur fram hér að ofan varð Júlíus efstur en hann hlaut
5 vinninga í sex skákum. Þrír urðu jafnir með 4 vinninga í öðru
til fjórða sæti, en þegar tillit var tekið til innbyrðis úrslita
varð Óli Viðar annar, Sigurður þriðji og Davíð fjórði. Þessi úrslit
hafa ekki áhrif á „Stigamót Þróttar“. Næst verður teflt 7.janúar.

Úrslit í skákinni á mánudag.

Í lengri skákunum urðu úrslit sem hér segir: Sigurður vann Theodór, Davíð vann Sölva og Bragi vann Jón H. Skák Óla Viðars og Júlíusar var frestað og Helgi sat yfir. Eftir þrjár umferðir eru þeir Davíð og Sigurður jafnir og efstir með 3 vinninga.

Í hraðskákinni varð Sigurður efstur með 6,5 vinninga í 7 skákum, annar varð Davíð með 6 vinninga, þriðji Júlíus með 5,5 vinninga, fjórði með 4 vinninga varð Helgi og í fimmta sæti með 2,5 vinninga varð Theodór. Eftir fjórar umferðir er Júlíus efstur með 21,5 stig og í öðru til þriðja sæti eru þeir Davíð og Sigurður með 15 stig.

Næst verður jólahraðskákmótið en dagsetning er ekki ákveðin.