Skák

Úrslitin í skákinni 5.desember.

Í lengri skákunum urðu úrslit sem hér segir: Davíð vann Sölva, Jón H. vann Braga,

Theodór vann Helga og Óli Viðar vann Kjartan. Júlíus sat yfir.

Í hraðskákinni fóru leikar þannig: Kjartan varð efstur með 8 vinninga í 9 skákum,annar varð Theodór með 7 vinninga, þriðji Davíð með 6 vinninga og í 4-5 sæti með

5 vinninga urðu þeir Bragi og Óli Viðar. Eftir fjórar umferðir er Kjartan efstur með 15,5 stig og Theodór annar með 13,5 stig. Næst verður teflt 19.desember en þá verður aðeins tefld hraðskák.

Úrslitin í skák þriðjudaginn 21.11.2017

Vegna forfalla fimm skákmanna var ákveðið að fresta annarri umferðinni í lengri skákunum.

Tefld var tvöföld umferð í hraðskákinni eða tíu umferðir og urðu úrslit sem hér segir.

Gunnar og Helgi urðu jafnir og efstir með 7,5 vinninga og þriðji varð Kjartan með 6 vinninga.

Næst verður teflt 5.desember.

Úrslit í skákinni í kvöld.

Fyrst var tefld 1.umferðin í lengri skákunum sem hafa verið styttar í 2×20 mínútur.
Leikar fóru sem hér segir: Kjartan vann Theodór, Bragi vann Sölva, Júlíus vann Davíð,jafntefli varð hjá Helga og Jóni H.
Í hraðskákinni voru tefldar sjö umferðir eftir Monradkerfinu. Sigurvegari, með 7 vinninga varð Theodór, annar varð Júlíus með 5 vinninga, Gunnar og Kjartan voru jafnir með 4 vinninga
í þriðja til fjórða sæti og í 5 sæti varð Helgi með 3,5 vinninga.
Næst verður teflt 21.nóvember.

Skákvertíðin er hafin.

Fyrsta umferð „Stigamóts Þróttar“ 2018 var tefld á þriðjudagskvöld.

Ellefu þátttakendur mættu og voru tefldar 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Sigurvegari varð Júlíus Óskarsson með 6 vinninga, annar Davíð Jónsson með 5 vinninga, þriðji Bragi Guðjónsson með 4,5 vinninga og

síðan komu fjórir með 4 vinninga, þeir Gunnar Randversson, Helgi Þorvaldsson, Óli Viðar Thorstensen og Theodór Guðmundsson.

Næsta umferð verður tefld 7.nóvember og þá hefst einnig „Skákmót Þróttar 2018”  í lengri skákunum og verður þá tefld ein umferð

Lokaumferðin og verðlaunaafhending í skákinni

Lokaumferðin í hraðakákmóti Þróttar var tefld í gærkvöldi og urðu úrslit sem hér segir:

Júlíus, sem þegar hafði tryggt sér titilinn, varð efstur með 5,5 vinninga í 6 umferðum, í öðru til þriðja sæti með 4 vinninga voru þeir Davíð og Kjartan og í fjórða til fimmta sæti urðu þeir Gunnar og Óli Viðar með 3,5 vinninga. Lokastaðan breyttist ekkert í kvöld en Júlíus varð langefstur með 68,5 stig og „Stigameistari Þróttar 2017“, í öðru sæti varð Óli Viðar með 48 stig og í þriðja sæti varð Kjartan með 40 stig.

Í löngu skákunum varð Óli Viðar „Skákmeistari Þróttar 2017“ með 6 vinninga, annar varð Júlíus með 5 vinninga og í þriðja sæti urðu Bragi og Helgi með 2,5 vinninga en Bragi vann á hlutkesti.

Nú verður gert hlé á skákinni fram í október.