Skák

Lokaumferðin og verðlaunaafhending í skákinni

Lokaumferðin í hraðakákmóti Þróttar var tefld í gærkvöldi og urðu úrslit sem hér segir:

Júlíus, sem þegar hafði tryggt sér titilinn, varð efstur með 5,5 vinninga í 6 umferðum, í öðru til þriðja sæti með 4 vinninga voru þeir Davíð og Kjartan og í fjórða til fimmta sæti urðu þeir Gunnar og Óli Viðar með 3,5 vinninga. Lokastaðan breyttist ekkert í kvöld en Júlíus varð langefstur með 68,5 stig og „Stigameistari Þróttar 2017“, í öðru sæti varð Óli Viðar með 48 stig og í þriðja sæti varð Kjartan með 40 stig.

Í löngu skákunum varð Óli Viðar „Skákmeistari Þróttar 2017“ með 6 vinninga, annar varð Júlíus með 5 vinninga og í þriðja sæti urðu Bragi og Helgi með 2,5 vinninga en Bragi vann á hlutkesti.

Nú verður gert hlé á skákinni fram í október.

Júlíus tryggði sér titilinn í hraðskákinni

Tólfta og næst síðasta umferðin í keppninni um titilinn „Stigameistari Þróttar“ 2017 var tefld á þriðjudag og urðu úrslitin sem hér segir: Júlíus Óskarsson varð efstur með 6,5 vinninga í sjö skákum og tryggði sér þar með titilinn, annar varð Gunnar Randversson með 4,5 vinninga, þriðji varð Davíð Jónsson með 4 vinninga og jafnir í fjórða til fimmta sæti, með 3,5 vinninga, urðu þeir Bragi Guðjónsson og Helgi Þorvaldsson.

Þegar aðeins er eftir ein umferð er Júlíus langefstur með 61,5 stig, annar er Óli Viðar með 45,5 stig og þriðji Kjartan með 35,5 stig. Þessi röð getur ekki breyst í síðustu umferðinni sem tefld verður 25.apríl.

Júlíus færist nær titlinum í hraðskákinni.

Júlíus steig stórt skref í áttina að titlinum „Stigameistari Þróttar
2017“ á þriðjudag
þegar hann sigraði með fullu húsi stiga eftir að hafa unnið sex af sjö skákum en næstu
fimm menn urðu jafnir í 2.- 5.sæti með fjóra vinninga og 3,5 stig í sarpinn. Þegar tvær umferðir eru eftir og mest hægt að ná í 14 stig er Júlíus með 54,5 stig en næsti maður,
Óli Viðar er með 44,5 stig og þriðji er Kjartan með 35,5 stig. Næst verður teflt ‪11.apríl‬.

Úrslit í „Stigamóti Þróttar 2017“

10. umferðin í hraðskákmóti Þróttar var tefld á þriðjudag og urðu úrslitin sem hér segir: Davíð varð efstur með 6 vinninga en tefldar voru 7 umferðir.

Jafnir í öðru til þriðja sæti, með 5 vinninga, voru þeir Kjartan og Óli Viðar og í fjórða til sjötta sæti, með 3 vinninga, voru þeir Gunnar, Helgi og Jón H.

Þegar 10 umferðir hafa verið tefldar og aðeins þrjár eru eftir er Júlíus efstur með 47,5 stig, Óli Viðar annar með 41 stig og Kjartan í þriðja sæti með 32 stig.

Næst verður teflt 28.mars.

Úrslit í 9.umferð í hraðskákinni.

Níunda umferð í „Stigamóti Þróttar 2017“ var tefld á þriðjudagskvöld og urðu úrslitin sem hér segir. Þeir Davíð og Júlíus urðu jafnir og efstir með 5,5 vinninga, í þriðja sæti varð Sigurður með 4,5 vinninga, í fjórða sæti varð Jón H. með 4 vinninga og í fimmta sæti Gunnar með 3 vinninga.

Tefldar voru sjö umferðir. Eftir 9 umferðir hefur Júlíus aukið forskot sitt og er með 47,5 stig, Óli Viðar er með 35,5 stig í öðru sæti og í þriðja sæti er Kjartan með 27,5 stig.

Næst verður teflt 14.mars.