Skák

Úrslit í skákinni á mánudag.

Í lengri skákunum urðu úrslit sem hér segir: Sigurður vann Theodór, Davíð vann Sölva og Bragi vann Jón H. Skák Óla Viðars og Júlíusar var frestað og Helgi sat yfir. Eftir þrjár umferðir eru þeir Davíð og Sigurður jafnir og efstir með 3 vinninga.

Í hraðskákinni varð Sigurður efstur með 6,5 vinninga í 7 skákum, annar varð Davíð með 6 vinninga, þriðji Júlíus með 5,5 vinninga, fjórði með 4 vinninga varð Helgi og í fimmta sæti með 2,5 vinninga varð Theodór. Eftir fjórar umferðir er Júlíus efstur með 21,5 stig og í öðru til þriðja sæti eru þeir Davíð og Sigurður með 15 stig.

Næst verður jólahraðskákmótið en dagsetning er ekki ákveðin.

Úrslitin í skákinni í gærkvöldi

Í lengri skákunum urðu úrslit sem hér segir: Davíð vann Jón, Sigurður vann Sölva, Theodór vann Helga og Júlíus vann Braga. Óli Viðar sat yfir.

Í hraðskákunum varð Benedikt Baldursson efstur með 6,5 vinninga í átta skákum, í öðru til þriðja sæti með 5,5 vinninga urðu þeir Júlíus og Sigurður, í fjórða sæti varð Davíð með 5 vinninga og jafnir í fimmta og sjötta sæti með 4 vinninga voru þeir Jón og Theodór. Næst verður teflt 3.desember.

Úrslit í skákinni í gærkvöldi.

Í lengri skákunum urðu úrslit sem hér segir: Júlíus vann Helga, Davíð vann Braga og Sigurður vann Óla Viðar. Tveimur skákum varð að fresta.

Í hraðskákinni voru tefldar sjö umferðir og fóru leikar svo að Júlíus varð efstur með 6,5 vinninga, jafnir í öðru til þriðja sæti, með 4,5 vinninga urðu þeir Davíð og Helgi og jafnir í fjórða til fimmta sæti, með 4 vinninga, urðu þeir Óli Viðar og Sigurður.

Eftir tvær umferðir er Júlíus efstur með 13 stig. Næst verður teflt 19.nóvember.

Skákvertíðin hafin.

Fyrsta skákkvöld vetrarins var haldið í gærkvöldi. Eftir að dregið
var í töfluröð í „Skákmóti Þróttar 2019“ sem eru lengri skákirnar,var tekið til við fyrsta mótið í „Stigamóti Þróttar 2019“ í hraðskák,en alls verða tefld 11 mót sem telja til stiga, auk Jóla- og páskamóta.
Það var hart barist og fór svo að þeir Júlíus Óskarsson og Theodór Guðmundsson urðu jafnir og efstir með sjö vinninga í átta skákum og þriðji með sex vinninga varð Óli Viðar Thorstensen. Jafnir í fjórða og fimmta sæti
með fjóra vinninga urðu þeir feðgar Davíð Jónsson og Jón H. Ólafsson.
Næst verður teflt mánudaginn 5.nóvember.

Skákvertíðin að hefjast í Þrótti.

Skákmenn félagsins hafa legið í leti í sumar en hugsa sér nú til hreyfings.

Fyrsta skákkvöld nýrrar vertíðar verður mánudaginn 22.október kl.18.30 í Þróttarheimilinu. Þá verður fyrirkomulag móta vetrarins ákveðið og síðan tefld fyrsta umferðin í „Stigamóti Þróttar 2019“ sem er hraðskákmót. Ef það eru einhverjir eldri félagar sem áhuga hafa á að vera með ættu þeir að hafa samband við undirritaðan. Hraðskákirnar eru 2×7 mín. og lengri skákirnar eru

2×20 eða 2×30 mín. Það fer eftir þátttökunni. Þátttökugjald er kr.1000.- á kvöldi.

Með skákkveðju,

Helgi Þorvaldsson