Skák

Júlíus tryggði sér titilinn í hraðskákinni

Tólfta og næst síðasta umferðin í keppninni um titilinn „Stigameistari Þróttar“ 2017 var tefld á þriðjudag og urðu úrslitin sem hér segir: Júlíus Óskarsson varð efstur með 6,5 vinninga í sjö skákum og tryggði sér þar með titilinn, annar varð Gunnar Randversson með 4,5 vinninga, þriðji varð Davíð Jónsson með 4 vinninga og jafnir í fjórða til fimmta sæti, með 3,5 vinninga, urðu þeir Bragi Guðjónsson og Helgi Þorvaldsson.

Þegar aðeins er eftir ein umferð er Júlíus langefstur með 61,5 stig, annar er Óli Viðar með 45,5 stig og þriðji Kjartan með 35,5 stig. Þessi röð getur ekki breyst í síðustu umferðinni sem tefld verður 25.apríl.

Júlíus færist nær titlinum í hraðskákinni.

Júlíus steig stórt skref í áttina að titlinum „Stigameistari Þróttar
2017“ á þriðjudag
þegar hann sigraði með fullu húsi stiga eftir að hafa unnið sex af sjö skákum en næstu
fimm menn urðu jafnir í 2.- 5.sæti með fjóra vinninga og 3,5 stig í sarpinn. Þegar tvær umferðir eru eftir og mest hægt að ná í 14 stig er Júlíus með 54,5 stig en næsti maður,
Óli Viðar er með 44,5 stig og þriðji er Kjartan með 35,5 stig. Næst verður teflt ‪11.apríl‬.

Úrslit í „Stigamóti Þróttar 2017“

10. umferðin í hraðskákmóti Þróttar var tefld á þriðjudag og urðu úrslitin sem hér segir: Davíð varð efstur með 6 vinninga en tefldar voru 7 umferðir.

Jafnir í öðru til þriðja sæti, með 5 vinninga, voru þeir Kjartan og Óli Viðar og í fjórða til sjötta sæti, með 3 vinninga, voru þeir Gunnar, Helgi og Jón H.

Þegar 10 umferðir hafa verið tefldar og aðeins þrjár eru eftir er Júlíus efstur með 47,5 stig, Óli Viðar annar með 41 stig og Kjartan í þriðja sæti með 32 stig.

Næst verður teflt 28.mars.

Úrslit í 9.umferð í hraðskákinni.

Níunda umferð í „Stigamóti Þróttar 2017“ var tefld á þriðjudagskvöld og urðu úrslitin sem hér segir. Þeir Davíð og Júlíus urðu jafnir og efstir með 5,5 vinninga, í þriðja sæti varð Sigurður með 4,5 vinninga, í fjórða sæti varð Jón H. með 4 vinninga og í fimmta sæti Gunnar með 3 vinninga.

Tefldar voru sjö umferðir. Eftir 9 umferðir hefur Júlíus aukið forskot sitt og er með 47,5 stig, Óli Viðar er með 35,5 stig í öðru sæti og í þriðja sæti er Kjartan með 27,5 stig.

Næst verður teflt 14.mars.

Herrakvöld Þróttar 2017: Laugardagur 4. mars

Hið árlega og ávallt stórkostlega Herrakvöld Þróttar verður haldið með stæl og elegans laugardaginn 4. mars kl. 18-02 í félagsheimili Þróttar. Herrakvöldið er einstakt tækifæri til að lyfta sér upp með vinum, vandamönnum, styrkja tengslin og hitta kallana í hverfinu.

Sala miða er hjá Þrótti. Sendið tölvupóst til otthar@trottur.is til að panta miða, taka frá borð og greiða. Miðaverð er kr. 7.000. Fjöldi miða er takmarkaður.

Innifalið í miðaverði er sælkeraveisla á heimsmælikvarða. Meðal atriða verða sjúklega fyndið uppistand, eldhresst tónlistaratriði, alþingisávarp, ræðumaður kvöldsins, happdrætti og treyjuuppboð.

 • DAGSKRÁ
  18:00     Happy Hour
  19:15     Tiltal veislustjóra: Kristján Kristjánsson
  19:30     Matur: Steikarhlaðborð með nauta-ribeye, lambi & bernaise
  20:00     Alþingisávarp kvöldsins: Gunnar Hrafn Jónsson, Pírati
  20:30     Formannsávarp heiðursgests: Guðni Bergsson, lögmaður
  20:45     Tónlistaratriði: Eyþór Ingi
  22:00     Uppistand: Andri Ívars
  22:30     Happdrætti
  23:00     Treyjuuppboð
  00:00     Frjáls tími
  02:00     Slútt – Húsið lokar

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu