Tennis

Herrakvöld Þróttar 2017: Laugardagur 4. mars

Hið árlega og ávallt stórkostlega Herrakvöld Þróttar verður haldið með stæl og elegans laugardaginn 4. mars kl. 18-02 í félagsheimili Þróttar. Herrakvöldið er einstakt tækifæri til að lyfta sér upp með vinum, vandamönnum, styrkja tengslin og hitta kallana í hverfinu.

Sala miða er hjá Þrótti. Sendið tölvupóst til otthar@trottur.is til að panta miða, taka frá borð og greiða. Miðaverð er kr. 7.000. Fjöldi miða er takmarkaður.

Innifalið í miðaverði er sælkeraveisla á heimsmælikvarða. Meðal atriða verða sjúklega fyndið uppistand, eldhresst tónlistaratriði, alþingisávarp, ræðumaður kvöldsins, happdrætti og treyjuuppboð.

 • DAGSKRÁ
  18:00     Happy Hour
  19:15     Tiltal veislustjóra: Kristján Kristjánsson
  19:30     Matur: Steikarhlaðborð með nauta-ribeye, lambi & bernaise
  20:00     Alþingisávarp kvöldsins: Gunnar Hrafn Jónsson, Pírati
  20:30     Formannsávarp heiðursgests: Guðni Bergsson, lögmaður
  20:45     Tónlistaratriði: Eyþór Ingi
  22:00     Uppistand: Andri Ívars
  22:30     Happdrætti
  23:00     Treyjuuppboð
  00:00     Frjáls tími
  02:00     Slútt – Húsið lokar