Á Capelli Sport ReyCup í ár verða 11 erlend lið og um 85 innlend lið. Þetta er í 18. skiptið sem mótið er haldið og er reiknað með 1.350 þátttakendum á mótinu í ár sem haldið er frá 24.-28. júlí í hjarta Reykjavíkur.

Meðal nýjunga í ár er að OZ Sport mun sýna frá Capelli Sport Rey Cup mótinu. Sannarlega frábærar fréttir fyrir Þáttakendur, aðstandendur og aðdáendur mótsins. 

Mótið verður aðgengilegt á vefsíðunni www.oz.com/reycup og einnig í „OZ Live“ Appinu á App Store undir „Rey Cup“

Margir leikir mótsins verða sýndir og jafnframt verður hægt að horfa á upptökur af þeim að móti loknu. 
Fyrsti dagur mótsins verður sendur út frítt. Eftir það verður hægt að nálgast Dagspassa á 1490,-kr og jafnframt Mótspassa á 2990,-kr.