Capelli Sport Rey Cup 2020 er hafið

Rey Cup 2020 er hafiði !!!

Í ár eru 123 lið skráð til keppni í 3. og 4. flokki, karla og kvenna.  Liðin koma víðsvegar að, bæði úr Reykjavík og af landsbyggðinni, en að þessu sinni er ekkert erlend lið á mótinu, vegna COVID-19.

Það er meiri áhugi á mótinu frá innlendum liðum en verið hefur, um 25 fleiri lið taka þátt en undanfarin ár.  Til að get tekið við öllum þessum liðum byrjar mótið fyrr en verið hefur, og munu leikir fara fram strax í dag.

COVID-19 setur svip á dagskránna, við t.d.  ákvaðum að sleppa setningarathöfninni sem og verðlaunaafhendingunni.

Gangi ykkur öllum sem best á mótinu kæru þátttakendur og góða skemmtun,

Baldur Haraldsson, formaður stjórnar Capelli Sport Rey Cup.