Dagur Austmann Hilmarsson hefur gengið til liðs við Þrótt frá Pepsi Max deildar félagi ÍBV. 

Dagur er 21 árs gamall varnar og miðjumaður sem kom við sögu í 18 leikjum ÍBV í Pepsi deildinni árið 2018 og í Evrópuleikjum liðsins en hann á jafnframt að baki 21 landsleik með yngri landsliðunum þar sem hann hefur skorað 2 mörk.

Samningur leikmannsins við Þrótt gildir út keppnistímabilið 2019.

Við bjóðum Dag velkominn í Hjartað í Reykjavík og óskum honum góðs gengis í baráttunni sem framundan er í Inkassodeildinni.  Lifi……!