Kæru foreldrar og forráðamenn,

Þróttur ætlar nú í sumar að bjóða upp á “Fjölskylduárskort 2019” fyrir foreldra og forráðamenn skráðra iðkenda í Þrótti. Kortið kostar einungis 6.000 kr og gildir fyrir tvo á alla leiki í Inkasso-deild karla og kvenna.  Munið líka að það er frítt fyrir 16 ára og yngri á leikina í sumar.

Eina sem þarf að gera er að fara á slóðina https://trottur.felog.is/ skrái sig inn með rafrænum skilríkjum og það kemur upp námskeið á þeirra nafni sem heitir „Fjölskyldukort 2019“.

Einnig verður hægt að kaupa kortið á vellinum í miðasölu. 

Afhending á kortinu verður í miðasölunni á heimaleikjum og/eða á skrifstofunni.

Þróttur vill hvetja sem flestar fjölskyldur til að koma á leikina í sumar og með þessu móti viljum við koma til móts við fjölskyldurnar í Þrótti. #LifiÞróttur #Lifi70