Úrslitin í þriðju umferð „Skákmóts Þróttar“ urðu sem hér segir: Júlíus vann Helga, Bragi vann Sölva,
Jón H. vann Kjartan og Óli Viðar vann Davíð. Eftir þrjár umferðir er Óli Viðar efstur með 3 vinninga.

Þá var teflt þriðja mótið í „Stigamóti Þróttar“ og hefur sjaldan verið jafn hart barist. Tefldar voru
6 umferðir og urðu þeir Óli Viðar og Sigurður Þórðarson efstir og jafnir með 4,5 vinninga, síðan komu
þeir Helgi og Júlíus með 4 vinninga og á eftir þeim komu fjórir með 3 vinninga, þeir Bragi, Gunnar,
Jón H. og Kjartan. Eftir 3 mót er Júlíus efstur með 17.5 stig, annar er Óli Viðar með 13 stig og
þriðji er Helgi með 10,5 stig. Næst verður teflt 6.desember.