„Adrían og Fjalar Hrafn í æfingahóp U15 fyrir landleiki gegn Færeyjum

Dean Martin þjálfari U15 landsliðs drengja hefur valið Þróttarana Adrían Baarregaard Valencia og Fjalar Hrafn Þórisson í 32 manna æfingahóp fyrir æfingaleiki sem framundan eru gegn Færeyjum.  Æfingarnar fara fram dagana 20-22 október n.k. og í framhaldinu verður liðið valið sem leikur tvo vináttuleiki gegn Færeyjum 27 og 29 október.  Við óskum piltunum góðs gengis í komandi verkefnum og vitum að þeir verða hjarta Reykjavíkur til sóma.   Lifi Ísland og Lifi Þróttur.