Ungar Þróttarastúlkur á blakmóti seinasta vetur.

Ungar Þróttarastúlkur á blakmóti seinasta vetur.

Nú fer blakið að byrja eftir gott sumarfrí. Æfingatöflur eru í vinnslu en ættu að koma inn á vefinn einhvern næstu daga.  Æfingar barna og unglinga hefjast skv. töflu mánudaginn 2. september.
Æfingar verða í vetur fyrir eftirtalda flokka:
6. flokkur, iðkendur fæddir 2004-2005, æfingar í MS/Vogaskóla.
5. flokkur, iðkendur fæddir 2002-2003, æfingar í MS/Vogaskóla.
4. flokkur, iðkendur fæddir 2000-2001, æfingar í Laugardalshöll.
2. flokkur byrjendur, iðkendur fæddir 1996 og fyrr, æfingar í Laugardalshöll.
Iðkendum í krakkablakinu hefur fjölgað ár frá ári. Fjótlega verður boðað til fundar með aðstandendum iðkenda til að ræða hvað er framundan og auk þess að stofna yngri flokka ráð til að styðja við starfið.
Hlökkum til að sjá ykkur á blakvellinum í vetur.
Hægt er að senda fyrirspurnir á trotturblak@gmail.com