Jörundur Áki landsliðsþjálfari U17 kvenna valdi Þróttarana Andreu Rut Bjarnadóttur og Jelenu Tinnu Kujundzic á úrtaksæfingar landsliðsins sem fram fara 20.-22 nóvember n.k.  Stelpurnar eru í 26 stúlkna hópi sem valdar voru til æfinga að þessu sinni en æfingarnar fara fram í Skessunni (Kaplakrika).

Jelena á að baki 4 leiki með U17 og Andrea Rut 8 leiki og skorað eitt mark.  Við óskum þeim til hamingju með valið.

Lifi Þróttur!