Andrea Rut Bjarnadóttir og Jelena Tinna Kujundzic hafa verið valdar í landsliðshóp U17 ára sem tekur þátt í undankeppni EM2020 í Hvíta-Rússlandi dagana 13.-22.september n.k.  Andrea á þegar að baki 12 landsleiki með yngri landsliðunum og Jelena Tinna hefur tekið þátt í tveimur landsleikjum.  Báðar hafa þær gengt lykilhlutverkum í meistaraflokki Þróttar í sumar og hafa átt stóran þátt í því að liðið hefur þegar tryggt sé sæti í Pepsi Max deildinni næsta tímabil.  Við óskum stelpunum til hamingju með valið og vitum að þær verða landi og þjóð og ekki síður Þrótti til sóma í komandi verkefni.  Lifi…..!