Andrea Rut valin í U17 landsliðið

Landsliðsþjálfari U17 stúlkna hefur tilkynnt landsliðshópinn sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum við Írland dagana 18. og 20. Febrúar nk hér á Íslandi.

Andrea Rut Bjarnadóttir hefur verið valin í þennan hóp og á því von á að taka þátt í sínum fyrstu landsleikjum á móti Írlandi þessa daga.  Andrea Rut, sem fædd er árið 2003, kom við sögu í 16 leikjum með meistaraflokki s.l. sumar og skoraði í þeim 7 mörk en hún hefur verið að festa sig verulega í sessi sem einn af lykilmönnum okkar liðs þrátt fyrir ungan aldur og verður skemmtilegt að fylgjast með henni spreyta sig í landsliðsbúningnum á næstunni.  Við óskum Andreu til hamingju með valið og vitum að hún verður okkur til sóma.  Lifi……!

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.