Andrea Rut valin í U17 landsliðið

Landsliðsþjálfari U17 stúlkna hefur tilkynnt landsliðshópinn sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum við Írland dagana 18. og 20. Febrúar nk hér á Íslandi.

Andrea Rut Bjarnadóttir hefur verið valin í þennan hóp og á því von á að taka þátt í sínum fyrstu landsleikjum á móti Írlandi þessa daga.  Andrea Rut, sem fædd er árið 2003, kom við sögu í 16 leikjum með meistaraflokki s.l. sumar og skoraði í þeim 7 mörk en hún hefur verið að festa sig verulega í sessi sem einn af lykilmönnum okkar liðs þrátt fyrir ungan aldur og verður skemmtilegt að fylgjast með henni spreyta sig í landsliðsbúningnum á næstunni.  Við óskum Andreu til hamingju með valið og vitum að hún verður okkur til sóma.  Lifi……!