Atli Geir Gunnarsson, tvítugur varnarmaður sem uppalinn er í Njarðvík, hefur gengið til liðs við Þrótt og verður löglegur með liðinu á morgun í Reykjavíkurmótinu þegar leikið verður gegn ÍR.  Atli Geir lék á síðasta tímabili með Njarðvík en hann var um tíma á mála hjá Keflavík og lék með þeim 2 leiki í Pepsi deildinni keppnistímabilið 2018 en að auki á hann að baki 2 leiki með U18 ára landsliðinu.   Við bjóðum Atla Geir velkominn í Dalinn, í hjartað í Reykjavík.

Lifi…..!