Þau Baldur Hannes Stefánsson og Linda Líf Boama hafa verið valin af landsliðsþjálfurum U19 landsliða í verkefni núna í janúar.  Baldur Hannes er valinn í 26 leikmanna hóp sem verður á æfingum 13.-15.janúar og Linda Líf er í 25 leikmanna hópi sem æfir dagana 20.-22.janúar.  Fjölmörg verkefni bíða svo beggja liða á árinu og óskum við Baldri og Lindu góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru.  Lifi….!