Baldur Stefánsson í úrslit á Norðurlandamótinu

U16 ára landslið karla tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Norðurlandamótsins í knattspyrnu með 2-1 sigri gegn Noregi.  Okkar maður Baldur Stefánsson var í byrjunarliði Íslands í gær og lék allan leikinn í góðum sigri sem tryggði úrslitaleik gegn Finnlandi en sá leikur fer fram á morgun, laugardag.  Frábær árangur og góðar fréttir fyrir Þróttara að Baldur leiki stórt hlutverk í liðinu.  Má geta þess til gaman að bróðir Baldurs, Stefán Þórður, var í leikmannahópi meistaraflokks Þróttar í fyrsta skipti í gærkvöldi i sterkum útisigri gegn HK þannig að þetta var ánægjulegur dagur bræðranna sem og allra okkar Þróttara.    Lifi……!!

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.