Baldur Stefánsson í úrslit á Norðurlandamótinu

U16 ára landslið karla tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Norðurlandamótsins í knattspyrnu með 2-1 sigri gegn Noregi.  Okkar maður Baldur Stefánsson var í byrjunarliði Íslands í gær og lék allan leikinn í góðum sigri sem tryggði úrslitaleik gegn Finnlandi en sá leikur fer fram á morgun, laugardag.  Frábær árangur og góðar fréttir fyrir Þróttara að Baldur leiki stórt hlutverk í liðinu.  Má geta þess til gaman að bróðir Baldurs, Stefán Þórður, var í leikmannahópi meistaraflokks Þróttar í fyrsta skipti í gærkvöldi i sterkum útisigri gegn HK þannig að þetta var ánægjulegur dagur bræðranna sem og allra okkar Þróttara.    Lifi……!!