Belgíski leikmaðurinn Jasper Van Der Heyden hefur gengið til liðs við karlalið Þróttar í fótbolta og verður hann  löglegur með liðinu í leiknum gegn KA í Lengjubikarnum á laugardaginn.  Jasper er 23 ára gamall og hefur leikið 5 U18 landsleiki með Belgíu og skorað í þeim eitt mark, jafnframt því sem hann lék einn leik í efstu deild í Belgíu.  Hann leikur á hægri kanti eða sem framliggjandi miðjumaður og binda Þróttarar vonir við að hann verði mikilvæg viðbót við liðið í baráttunni sem framundan er í Inkassodeildinni.  Við bjóðum Jasper velkominn í félagið,

Lifi Þróttur….!!