Sigri á KA fagnað í vor.

Sigri á KA fagnað í vor.

Meistaraflokkur karla hjá Þrótti í blakinu hefja leik í Mikasadeildinni í kvöld í Laugardalshöll kl. 20:30 eða strax eftir að handboltaleik Þróttar og  KR er lokið.  Andstæðingarnir eru KA-menn sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitillinn í vor og því er von á hörkuleik milli liðanna.  Liðin eigast svo aftur við í Laugardalshöllinni á morgun kl. 15:00 en þá stendur til að heiðra nokkra leikmenn sem hafa spilað 200 og 400 leiki með m.fl.karla blakliði Þróttar.

Liðið er komið með nýja þjálfara og nokkrar leikmannabreytingar hafa átt sér stað og er stefnan að vera í titlabaráttunni í vetur.  Gengi liðsins í Haustmóti BLÍ um daginn sýndi það að það er raunhæft markmið.

Allir áhugasamir Þróttarar eru hvattir til að mæta í Laugardalshöllina um helgina og hvetja okkar menn til sigurs.  Þess má geta að frítt verður inn á þessa leiki um helgina svo um að gera að nýta sér það tækifæri.