DAVID MOYES JR VERÐUR GESTUR OKKAR 12.MAÍ.

Það sem við héldum að yrði síðasta „Lambalæri að hætti mömmu“ á þessu tímabili var haldið s.l. mánudag.

Gestir voru þeir Ólafur Kristjánsson og Einar Örn Jónsson sem hljóp í skarðið fyrir Hjörvar Hafliðason sem forfallaðist á síðustu stundu. Þeir félagar fóru yfir þá fjóra leiki sem búnir voru í Pepsi-deild karla og spáðu í framhaldið. Ágætis mæting var þó fresturinn sem við gáfum mönnum væri stuttur og er hætt við að einhverjir hafi ruglast á dögum og mæti jafnvel á föstudag.

Eins og kemur fram hér að ofan mun David Moyes fv. framkvæmdastjóri Everton og Manchester United og fleiri félaga, verða gestur okkar fimtudaginn 12.maí kl.12.00, ath. ekki föstudag, Ekki er spurning að margir vilji koma og hlusta á hann og er hætt við að við munum þurfa að takmarka gestafjöldann. Það er því eins gott að grípa til tölvunnar eða símans og bóka hjá þeim félögum Sigurði Sveinbjörnssyni í sigurdurks@simnet.is eða Helga Þorvaldssyni í síma 821-2610. Það gildir enn að allir eru velkomnir og ekki er nauðsynlegt að vera Þróttari. Óbreytt verð er á lambinu eða kr.2500.-.

 

HM-hópurinn