Eldey Hrafnsdóttir hefur verið valin til að keppa með U17 landsliði Íslands í blaki sem er keppir á Norðurlandamóti í Kettering á Englandi í lok október.

Þjálfarar landsliðsins eru Emil Gunnarsson og Natalia Gomzina en þau hafa með BLÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir afrekshópa stúlkna undir 17 ára að undanförnum.

Eldey hefur æft blak með Þrótti undanfarin ár og æfir þar í öflugum hóp stúlkna í 3 flokki hjá Erlu Bjarný þjálfara. Þá er þetta annar veturinn sem Eldey æfir og spilar með meistaraflokki og er hún vel að því komin að spreyta sig með landsliðinu. Þróttar óskar Eldey til hamingju og góðs gengis.

frá vinstri:  Tinna Sif Arnarsdóttir, Valgerður Birna, Gunnlaug Birna, Lísandra Týra Jónsdóttir,Eldey Hrafnsdóttir Elísabet Nhien Yen Huynh, Julia Sif Sundby og Dana Gunnarsdóttir.