Fátt stöðvar Ólaf

Þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og 14 stig í boði er Ólafur Guðmundsson kominn með 10 stiga forystu, í „Stigamóti Þróttar“ í hraðskák,  á næsta mann Sigurð Þórðarson. Ólafur sigraði í gærkvöldi með 6,5 vinninga úr sjö skákum, Sigurður varð annar með 6 vinninga, Júlíus hlaut 4,5 vinninga og þeir Gunnar og Jón H hlutu 4 vinninga í 4 – 5 sæti. Tólf skákmenn tóku þátt.