Fimm Þróttarar valdir í úrtak fyrir blaklandsliðið

Nú nýlega tilkynntu landsliðsþjálfarar karla- og kvennalandsliðanna í blaki úrtakshópa fyrir verkefni landsliðsins í vor. Í úrtaki fyrir landslið kvenna voru valdar frá Þrótti þær Fjóla Rut Svavarsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir. Í karlalandsliðinu voru valdir þeir Halldór Ingi Kárason, Fannar Grétarsson og Ólafur Arason. Þróttur óskar þeim til hamingju með útnefningarnar.

Eymundur Sveinn Leifsson

Harðkjarna Þróttari, meðstjórnandi í aðalstjórn Þróttar og Oslóbúi.

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu