Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar hjá KSÍ og þjálfari U15 landsliðsins hefur valið hóp leikmanna sem taka þátt í hæfileikamótun KSÍ í Kórnum dagana 22-23 september.  Fjórir Þróttarar eru í hópnum, Arnaldur Ásgeir Einarsson, Brynjar Gautur Harðarson, Hinrik Harðarson og Óskar Máni Hermannsson en þeir eru allir fæddir árið 2004 og eru því gjaldgengir í næsta U15 ára lið en æfingahópur þess liðs verður valinn í lok september.  Við óskum piltunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis, vitum að þeir verða til sóma í þessum verkefnum.

Lifi……..!