Framkvæmdir hafnar við endurnýjun stúku

Í vikunni hófust framkvæmdir við endurnýjun stúkunnar við Eimskipsvöllinn og er áætlað að þeim ljúki fyrir 1.júní n.k.  Verkið var boðið út og var tilboð frá Viðhaldi og Verktökum ehf samþykkt af borgaryfirvöldum.

 

Áætlað er að endurnýja alveg undirstöður, þak og hliðar stúkunnar, bæta við fjölmiðlaaðstöðu og fjölga sætum fyrir neðan núverandi stúku.  Í morgun hófu verktakar að rífa niður bakhlið stúkunnar og má ætla að langt verði komið með að rífa niður hliðar og þak í þessari viku.  Það er mikið gleðiefni fyrir Þróttara að verkið sé hafið og munum við vonandi njóta endurbættrar og betri stúku þegar líður á keppnistímabilið.  Lifi Þróttur