Frestaðar skákir tefldar í gærkvöldi

Í gærkvöldi voru tefldar frestaðar skákir úr umferðum 3 –  8 og urðu úrslit sem hér segir:  Bragi vann Júlíus, Bragi vann Gísla, Þorlákur vann Sigurð, Júlíus vann Sigurð, Ólafur vann Jón H. og Ólafur vann Þorlák. Þá var tefld ein skák úr 9. umferð sem átti að teflast n.k. mánudag en var flýtt vegna ferðalags Júlíusar. Þar vann Júlíus Gunnar.  Nú eru aðeins tvær frestaðar skákir ótefldar og staðan í mótinu orðin mun skýrari.