Fyrsti heimaleikur SR í 4.deildinni

Lið SR, sem að mestu er skipað ungum Þrótturum, leikur sinn fyrsta heimaleik í 4.deildinni á morgun, föstudag,  gegn KFR og hefst leikurinn kl. 20:00.

Liðinu er spáð 6.sæti í B-riðli 4.deildarinnar sem klárlega er sterkasti riðill deildarinnar og er fólk hvatt til að mæta og styðja strákana í baráttunni sem framundan er.